Sport

Árni tapaði en Bjarki vann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Ísaksson í bardaga í fyrra.
Árni Ísaksson í bardaga í fyrra. Mynd/Mjölnir
Árni Ísaksson tapaði í kvöld Cage Contender-titli sínum í veltivigt þegar hann tapaði fyrir Ali Arish í Dyflinni í kvöld.

Árni tapaði á stigum eftir harða baráttu. Arish hafði þó betur í öllum lotum en Arish var dæmdur 30-27 sigur af öllum þremur dómurunum.

Arish hrósaði Árna mikið í viðtali eftir bardagann en vonbrigði Árna voru eðlilega mikil. Arish, sem er mjög reyndur bardagamaður, hafði undirtökin lengst af.

Fyrr um kvöldið vann Bjarki Þór Pálsson góðan sigur í sínum fyrsta MMA-bardaga en hann atti kappi við Owen Kinney. Bjarki vann á svokölluðu armbar-taki í annarri lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×