Erlent

Pistorius laus gegn tryggingu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Spretthlauparanum Oscari Pistorius verður sleppt gegn tryggingagjaldi.

Þetta var ákvörðun dómarans Desmond Nair í Pretoríu, Suður-Afríku nú rétt um klukkan hálf þrjú.

Nair tók sér góðan tíma í að ávarpa viðstadda. Hann fór yfir málið í þaula, skýrði frá afstöðu sinni gagnvart fjölmiðlaumfjöllun, og greindi frá vitnisburði ýmissa vina spretthlauparans.

Rök dómarans fyrir ákvörðuninni voru meðal annars þau að lítil hætta væri á að hann flýði land, og ekki hefði tekist að sýna fram á að hann væri hættulegur samfélaginu.

Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, og hafa gæsluvarðhaldsréttarhöld yfir honum staðið yfir í fjóra daga.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Vineshkumar Moonoo hefur tekið yfir rannsókn málsins, eftir að lögreglumanninum Hilton Botha var vikið frá.


Tengdar fréttir

Pistorius ákærður fyrir morð

Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana.

Dagur þrjú á enda

Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×