Erlent

Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði.

AP-fréttastofan vísar í yfirlýsingu sem íþróttavörurisinn sendi frá sér í gær. Nike fetar í fótspor gleraugnaframleiðandans Oakley sem gerði hið sama á mánudag.

Nike sagði upp samningi við hjólreiðakappann Lance Armstrong í október 2012 þar sem ljóst þótti að hann hefði gerst sekur um notkun ólöglegra lyfja. Aukinheldur mat fyrirtækið það svo að Armstrong hefði haldið lyfjanotkun sinni leyndri fyrir fyrirtækinu í áratug.

Nike, sem er með höfuðstöðvar í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna, stóð þó þétt við hlið Tiger Woods er upp komst um framhjáhald hans árið 2009. Woods fór í meðferð við kynlífsfíkn sinni.

Í yfirlýsingunni frá Nike segir að það muni fylgjast grannt með framvindunni í máli Pistorius.


Tengdar fréttir

Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar

Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun.

Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd

Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×