Perez fljótastur á öðrum degi Birgir Þór Harðarson skrifar 20. febrúar 2013 17:46 Perez ók hraðast í Barcelona í dag. nordicphotos/afp McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira