Hver er Oscar Pistorius? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir neðan við hné. Mynd/Getty Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans. Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni. Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.Pistorius samdi við stoðtækjaframleiðandann Össur árið 2006. Hér er Pistorius ásamt forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni.Mynd úr safni.Ólympíugull Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa. Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu. Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna. Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler.Pistorius prýddi forsíður tímarita af ýmsum toga.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs. Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræðimenntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.Slys eða kaldrifjað morð? Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.Pistorius var handtekinn þann 14. febrúar vegna gruns um morð.Mynd/APNú kemur það í hlut dómara að ákveða hvort hann verði látinn laus gegn tryggingagjaldi, en Pistorius hefur hágrátið í dómssalnum í hvert sinn sem hann hefur verið leiddur fyrir dómarann. Á morgun mun líklega ráðast hvort honum verði sleppt, en mikill hiti var í verjendum Pistoriusar í dómssalnum í dag. Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglumanninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnubrögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar. Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþróttahetju liðnir.Samband Pistoriusar og Steenkamp hófst í nóvember á síðasta ári.Mynd/AP Oscar Pistorius Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans. Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni. Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.Pistorius samdi við stoðtækjaframleiðandann Össur árið 2006. Hér er Pistorius ásamt forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni.Mynd úr safni.Ólympíugull Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa. Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu. Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna. Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler.Pistorius prýddi forsíður tímarita af ýmsum toga.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs. Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræðimenntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.Slys eða kaldrifjað morð? Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.Pistorius var handtekinn þann 14. febrúar vegna gruns um morð.Mynd/APNú kemur það í hlut dómara að ákveða hvort hann verði látinn laus gegn tryggingagjaldi, en Pistorius hefur hágrátið í dómssalnum í hvert sinn sem hann hefur verið leiddur fyrir dómarann. Á morgun mun líklega ráðast hvort honum verði sleppt, en mikill hiti var í verjendum Pistoriusar í dómssalnum í dag. Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglumanninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnubrögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar. Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþróttahetju liðnir.Samband Pistoriusar og Steenkamp hófst í nóvember á síðasta ári.Mynd/AP
Oscar Pistorius Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira