Erlent

Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag

Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir.

Komið er að saksóknurum að leggja fram sín gögn í málinu en þeir leggjast gegn því að Pistorius verði sleppt úr haldi enda telja þeir að spretthauparinn hafi framið morð að yfirlögðu ráði.

Í réttarhaldinu í gærdag héldu verjendur Pistorius því fram að hann hefði skotið kærustu sína fyrir mistök þar sem hann hélt að hann væri að verjast innbrotsþjófi.

Saksóknararnir munu m.a. benda á vitnisburð nágranna um hávært rifrildi á heimili Pistorius rétt áður en morðið var framið. Þá telja þeir mjög ólíklegt að innbrotsþjófur hafi verið að fela sig á baðherbergi heimilisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×