Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum 8. mars 2013 16:09 Hér er mynd af bollunni sem fjölskyldan á Seyðisfirði keypti. Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum gúmmíhanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. Fyrirtækið komst í fréttirnar á dögunum eftir að Matvælastofnun gaf út að það hefði ekki verið neitt kjöt í nautabökum sem fyrirtækið framleiddi, auk þess sem það vantaði nautakjöt í ítölsku kjötbollurnar. Það var örfáum dögum eftir að hvíti hanskinn fannst í einni bollu á Seyðisfirði. Dóttir konunnar var með henni þegar elda átti bollurnar. „Við vorum að fara að setja matinn inn í ofn þegar við tókum eftir því að eitthvað stóð upp úr bollunni," segir óánægði neytandinn og bætir við að hún hafi hringt í fyrirtækið eftir að bróðir hennar kvartaði. Konan segist hafa hringt aftur þar sem fyrirtækið hafi lofað að hringja aftur í bróður hennar en ekki staðið við það. „Þegar ég hringdi svaraði kona sem sagði að sér þætti mjög leitt. Hún hringdi svo skömmu síðar aftur í mig og sagði mér að kona sem hefði verið nýbyrjuð að vinna þarna hefði verið með hvítan hanska en ekki bláan," segir dóttirin. Spurð hvaða máli litur hanskans hafi skipt svara hún: „Hann átti víst að vera sterkari þessi blái." Neytandinn segir að sér hafi þótt næstu svör fyrirtækisins undarleg. Þannig var því haldið fram í samtali við hana að það hefði verið kappkostað að hreinsa kjötið almennilega, það er að segja að fjarlægja tægjurnar úr kjötinu. „Það virðist þó ekki hafa tekist betur en þetta," segir neytandinn en fjölskyldan tók mynd af bollunni sem þau geyma enn inni í frysti ásamt pakkningunni. Hún segir fjölskylduna þó hafa borðað hinar bollurnar, enginn hvítur hanski fannst í þeim. Spurð hvort þau hafi keypt annan pakka af bollunum hlær konan og svara neitandi. „Mér fannst þetta nú frekar ógeðslegt," útskýrir hún svo. Þegar haft var samband við Magnús Nielsson, eiganda Gæðakokka á Borgarnesi, sagðist hann ekki vilja tjá sig við fjölmiðla þar sem þeir hefðu hingað til slitið orð hans úr samhengi og komið sjónarmiðum hans með brengluðum hætti á framfæri. Eins og fram kom í fréttum í lok febrúar lagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi yrðu kærðir fyrir brot á matvælalögum. Þá fordæmdi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna það harkalega hvernig matvörur væru ranglega merktar. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum gúmmíhanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. Fyrirtækið komst í fréttirnar á dögunum eftir að Matvælastofnun gaf út að það hefði ekki verið neitt kjöt í nautabökum sem fyrirtækið framleiddi, auk þess sem það vantaði nautakjöt í ítölsku kjötbollurnar. Það var örfáum dögum eftir að hvíti hanskinn fannst í einni bollu á Seyðisfirði. Dóttir konunnar var með henni þegar elda átti bollurnar. „Við vorum að fara að setja matinn inn í ofn þegar við tókum eftir því að eitthvað stóð upp úr bollunni," segir óánægði neytandinn og bætir við að hún hafi hringt í fyrirtækið eftir að bróðir hennar kvartaði. Konan segist hafa hringt aftur þar sem fyrirtækið hafi lofað að hringja aftur í bróður hennar en ekki staðið við það. „Þegar ég hringdi svaraði kona sem sagði að sér þætti mjög leitt. Hún hringdi svo skömmu síðar aftur í mig og sagði mér að kona sem hefði verið nýbyrjuð að vinna þarna hefði verið með hvítan hanska en ekki bláan," segir dóttirin. Spurð hvaða máli litur hanskans hafi skipt svara hún: „Hann átti víst að vera sterkari þessi blái." Neytandinn segir að sér hafi þótt næstu svör fyrirtækisins undarleg. Þannig var því haldið fram í samtali við hana að það hefði verið kappkostað að hreinsa kjötið almennilega, það er að segja að fjarlægja tægjurnar úr kjötinu. „Það virðist þó ekki hafa tekist betur en þetta," segir neytandinn en fjölskyldan tók mynd af bollunni sem þau geyma enn inni í frysti ásamt pakkningunni. Hún segir fjölskylduna þó hafa borðað hinar bollurnar, enginn hvítur hanski fannst í þeim. Spurð hvort þau hafi keypt annan pakka af bollunum hlær konan og svara neitandi. „Mér fannst þetta nú frekar ógeðslegt," útskýrir hún svo. Þegar haft var samband við Magnús Nielsson, eiganda Gæðakokka á Borgarnesi, sagðist hann ekki vilja tjá sig við fjölmiðla þar sem þeir hefðu hingað til slitið orð hans úr samhengi og komið sjónarmiðum hans með brengluðum hætti á framfæri. Eins og fram kom í fréttum í lok febrúar lagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi yrðu kærðir fyrir brot á matvælalögum. Þá fordæmdi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna það harkalega hvernig matvörur væru ranglega merktar.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira