Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2013 18:51 Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira