Evrópumeistarar Chelsea máttu þola tap í fyrri viðureign sinni gegn Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.
Raul Rusescu skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Ryan Bertrand braut á Rusescu sem tók vítið sjálfur.
Chelsea gekk illa að skapa færi í leiknum en Rafael Benitez, stjóri liðsins, gerði fimm breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Juan Mata og Marko Marin komust næst því að jafna metin fyrir Chelsea seint í leiknum en allt kom fyrir ekki.
Tveir aðrir leikir fóru fram í Evrópudeildinni á sama tíma. Lazio vann Stuttgart í Þýskalandi, 2-0, og Fenerbahce gerði góða ferð til Tékklands þar sem liðið vann Viktoria Plzen, 1-0.
