Innlent

Steinunn lætur af störfum

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum hjá blaðinu eftir tólf ára starf. Það tilkynnti hún samstarfsmönnum sínum í tölvupósti síðdegis í dag.

Í bréfinu segir Steinunn að í ljósi breyttra aðstæðan hafi orðið samkomulag á milli sín og forstjóra 365 miðla, Ara Edwald, að hún hætti störfum hjá Fréttablaðinu. Þannig sé dagurinn í dag sá síðasti á ritstjórn blaðsins.

Steinunn segir árin tólf á blaðinu hafa verið bæði viðburðarík og skemmtileg. Framundan sé óvissa en alveg áreiðanlega eitthvað sem verður bæði gott og gaman. Hún er þakklát samstarfsfólki sínu, kveður með trega en einnig gleði yfir því að hafa fengið að vinna með svo góðu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×