Vaktir með lyfjaprófum Birgir Þór Harðarson skrifar 6. mars 2013 16:45 Ricciardo var kannski ekki búinn að drekka nógu mikið til þess að geta pissað. Annars hlýtur Red Bull að gera athugasemd við að hann drekki Gatorate. Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. „Klukkan er 6:42. Lyfjapróf." Þannig hljómaði tíst Alonso um atvikið. Perez, ökumaður McLaren, staðfesti einnig að hafa fengið heimsókn frá köllunum með pissdollur í gærmorgun. Þá var Ricciardo vakinn heima hjá sér af sömu mönnum og segir það hafa verið vandræðalega uppákomu. „Sætti lyfjaprófi snemma í morgun," tísti Ástralinn og bætti svo við: „Allt í einu verður erfitt að pissa heima hjá sér þegar einhver stendur og horfir yfir öxlina á þér." Lyfjaeftirliti er ekki aðeins við haldið á meðan keppnisvertíðinni stendur heldur er það allan allan ársins hring. Lyfjaeftirlitsaðilar geta því birst á tröppunum hjá hverjum sem, þegar þeir vilja. Sá háttur hefur verið hafður á lengi. Árið 2002 féll tékkneski ökuþórinn Tomas Enge á lyfjaprófi þegar vottur af kanabis-efnum fannst í lífsýnum hans. Hann ók í þremur mótum fyrir Prost-liðið árið 2001 og hafði unnið meistaratitil ökuþóra í F3000 þegar lyfjaprófið var gert. Hann er eini Formúlu 1-ökuþórinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Ógæfan hefur ekki enn yfirgefið Tékkann því síðasta sumar féll hann aftur á lyfjaprófi og má ekki taka þátt í mótorsporti í átján mánuði. Hann er því jafnframt eini Formúlu 1-ökuþórinn sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. „Klukkan er 6:42. Lyfjapróf." Þannig hljómaði tíst Alonso um atvikið. Perez, ökumaður McLaren, staðfesti einnig að hafa fengið heimsókn frá köllunum með pissdollur í gærmorgun. Þá var Ricciardo vakinn heima hjá sér af sömu mönnum og segir það hafa verið vandræðalega uppákomu. „Sætti lyfjaprófi snemma í morgun," tísti Ástralinn og bætti svo við: „Allt í einu verður erfitt að pissa heima hjá sér þegar einhver stendur og horfir yfir öxlina á þér." Lyfjaeftirliti er ekki aðeins við haldið á meðan keppnisvertíðinni stendur heldur er það allan allan ársins hring. Lyfjaeftirlitsaðilar geta því birst á tröppunum hjá hverjum sem, þegar þeir vilja. Sá háttur hefur verið hafður á lengi. Árið 2002 féll tékkneski ökuþórinn Tomas Enge á lyfjaprófi þegar vottur af kanabis-efnum fannst í lífsýnum hans. Hann ók í þremur mótum fyrir Prost-liðið árið 2001 og hafði unnið meistaratitil ökuþóra í F3000 þegar lyfjaprófið var gert. Hann er eini Formúlu 1-ökuþórinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Ógæfan hefur ekki enn yfirgefið Tékkann því síðasta sumar féll hann aftur á lyfjaprófi og má ekki taka þátt í mótorsporti í átján mánuði. Hann er því jafnframt eini Formúlu 1-ökuþórinn sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira