Rory McIlroy: Það var rangt hjá mér að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2013 09:15 Rory McIlroy. Mynd/Nordic Photos/Getty Rory McIlroy, efsti kylfingurinn á heimslistanum í golfi, sér eftir því að hafa hætt keppni á miðjum öðrum hring á Honda Classic mótinu í Flórída í síðustu viku. McIlroy gaf þá skýringu þá að hann væri að drepast úr tannpínu en segir það hafa verið seinni tíma afsökun. „Það sem ég gerði var ekki gott fyrir mótið og ekki gott fyrir krakkana eða áhorfendurna sem voru komnir til að horfa á mig. Þetta var var röng ákvörðun hjá mér," sagði Rory McIlroy við Sports Illustrated. McIlroy var aðeins búinn að klára átta holur þegar hann „gafst" upp. Hann sló þá annað höggið sitt í vatn og var þá kominn sjö yfir pari á þessum öðrum hring. „Ég hefði bara átt að halda áfram og klára hringinn eins vel og ég gæti þó að ég hefði komið inn á 85 höggum," sagði McIlroy. Hinn 23 ára gamli McIlroy hefur verið í vandræðum það sem af er árinu en hann skipti um kylfur fyrir tímabilið en vill ekki kenna þeim um slæma spilamennsku í upphafi árs. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy, efsti kylfingurinn á heimslistanum í golfi, sér eftir því að hafa hætt keppni á miðjum öðrum hring á Honda Classic mótinu í Flórída í síðustu viku. McIlroy gaf þá skýringu þá að hann væri að drepast úr tannpínu en segir það hafa verið seinni tíma afsökun. „Það sem ég gerði var ekki gott fyrir mótið og ekki gott fyrir krakkana eða áhorfendurna sem voru komnir til að horfa á mig. Þetta var var röng ákvörðun hjá mér," sagði Rory McIlroy við Sports Illustrated. McIlroy var aðeins búinn að klára átta holur þegar hann „gafst" upp. Hann sló þá annað höggið sitt í vatn og var þá kominn sjö yfir pari á þessum öðrum hring. „Ég hefði bara átt að halda áfram og klára hringinn eins vel og ég gæti þó að ég hefði komið inn á 85 höggum," sagði McIlroy. Hinn 23 ára gamli McIlroy hefur verið í vandræðum það sem af er árinu en hann skipti um kylfur fyrir tímabilið en vill ekki kenna þeim um slæma spilamennsku í upphafi árs.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira