Skotfimikappinn Ásgeir Sigurgeirsson erndaði í áttuna sæti á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Óðinsvéum í Danmörku. Ásgeir keppti í loftskammbyssu.
Ásgeir náði fjórða sæti í undankeppninni en náði sér ekki alveg eins vel á strik í úrslitunum. Þetta er engu að síður hans besti árangur á EM til þessa. Rússinn Leonid Ekimov varð sigurvegari.
Ásgeir er fyrir nokkru orðinn fremstur á sínu sviði á Íslandi. Hann stóð sig gríðarlega vel á Ólympíuleikunum og keppir nú fyrir lið í Þýskalandi.
