Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2013 19:45 Olíustofnun Noregs telur að áttatíu prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins tuttugu prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnist allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góð tíðindi og í samræmi við þeirra væntingar. Það sé þó þekkt að norsk yfirvöld setji fram varlegar tölur í byrjun. Gunnlaugur segir efri mörkin í samræmi við mat sem norski jarðfræðingurinn Terje Hagevang birti fyrir fimm árum. Einn stór munur er þó á; í stað þess að tveir þriðju séu gas og einn þriðji olía, telur Olíustofnunin að olían sé yfirgnæfandi. Þarna sé olía 80% en gas 20%. Það segir Gunnlaugur mjög góðar fréttir þar sem olían sé mun verðmætari og auðveldara að meðhöndla hana og koma henni á markað. Gunnlaugur segir að þótt mat Norðmanna nái aðeins yfir norska hlutann vekji það um leið áhuga erlendra olíufélaga á íslenska Drekasvæðinu. "Okkar mat á þessu stigi er það að íslenska svæðið sé ívið betra," segir Gunnlaugur. Tengdar fréttir Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Olíustofnun Noregs telur að áttatíu prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins tuttugu prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnist allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna. Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góð tíðindi og í samræmi við þeirra væntingar. Það sé þó þekkt að norsk yfirvöld setji fram varlegar tölur í byrjun. Gunnlaugur segir efri mörkin í samræmi við mat sem norski jarðfræðingurinn Terje Hagevang birti fyrir fimm árum. Einn stór munur er þó á; í stað þess að tveir þriðju séu gas og einn þriðji olía, telur Olíustofnunin að olían sé yfirgnæfandi. Þarna sé olía 80% en gas 20%. Það segir Gunnlaugur mjög góðar fréttir þar sem olían sé mun verðmætari og auðveldara að meðhöndla hana og koma henni á markað. Gunnlaugur segir að þótt mat Norðmanna nái aðeins yfir norska hlutann vekji það um leið áhuga erlendra olíufélaga á íslenska Drekasvæðinu. "Okkar mat á þessu stigi er það að íslenska svæðið sé ívið betra," segir Gunnlaugur.
Tengdar fréttir Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42
Miklar gleðifréttir fyrir Íslendinga Olíulindir á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, sem Íslendingar eiga rétt á að nýta að hluta, gætu verið yfir fimmtíu þúsund milljarða króna virði, samkvæmt mati sem Olíustofnun Noregs birti í gær. Stjórnarformaður Íslensks kolvetnis segir þetta miklar gleðifréttir. "Nýtt olíuævintýri í norðri" segir í fyrirsögn norska Finansavisen í dag um fréttirnar en þær fjalla einnig um nýtt mat á hluta Barentshafs. Matið yfir norska hluta Jan Mayen-svæðisins snertir Íslendinga vegna 25 prósenta nýtingarréttar, og einnig vegna nálægðar og skyldleika við íslenska Drekasvæðið. 28. febrúar 2013 19:00