ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer um helgina í Gautaborg í Svíþjóð. Undanúrslitin fara fram á morgun.
Aníta hljóp á 2:04.72 mínútum og endaði í níunda sæti í undanrásunum en hún var einmitt með níunda besta tímann inn í hlaupið. Íslandsmet Anítu frá því í febrúar er 2:03.27 mínútur og var hún því einni og hálfri sekúndu frá sínu besta.
Aníta keppti í þriðja og síðasta riðlinum í undanrásum 800 metra hlaupsins og kom þriðja í mark í sínum riðli en þrjár efstu komust beint áfram.
Það þurfti að ræsa tvisvar eftir að eitthvað vandamál kom upp hjá albönsku stúlkunni Luiza Gega sem síðan kláraði ekki hlaupið.
Aníta lét það ekki á sig fá, tók forystuna strax í byrjun og var fyrst í sínum riðli eftir bæði 200 og 400 metra. Hún gaf eftir á lokahringnum en tókst að halda þriðja sætinu.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Anítu en hún er einugis 17 ára gömul og er að keppa á sínu fyrsta stórmóti í flokki fullorðinna. Aníta hleypur næst á morgun í seinni undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupinu en hann hefst klukkan 16:38 að íslenskum tíma.
Aníta komst áfram í undanúrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
