Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi 1. mars 2013 10:30 Guðmundur Steingrímsson „Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð." Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð."
Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00