Ekki ákveðið hvort flugbrautinni verði lokað 18. mars 2013 12:41 Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir undirrituðu samkomulagið þann 1. mars og var því haldið leyndu í tvær vikur. Ögmundur Jónasson frétti af undirrituninni í fjölmiðlum. Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar Alþingi kom saman að nýju í morgun eftir helgarleyfi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gegndi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráðs hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkingunni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar Alþingi kom saman að nýju í morgun eftir helgarleyfi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gegndi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráðs hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkingunni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira