Enn gæti ringt á Formúlu 1 í Ástralíu Birgir Þór Harðarson skrifar 16. mars 2013 20:49 Veðurspáin fyrir frestaða tímatöku og fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu er tvísýn enda spá allar veðurstöðvar hugsanlegri rigningu í Melbourne. Tímatakan fyrir kappaksturinn hefst á ný á miðnætti en henni var frestað eftir að ein lota hafði verið ekin í morgun vegna úrhellis rigningar og gríðarlega slæmra aðstæðna á götubrautinni í Melbourne. Stóra spurningin er því: Ætl'ann hangi þurr? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega að það eru, samkvæmt veðurspám, 20% líkur á að það rigni í Melbourne á meðan tímatakan og kappaksturinn fara fram. Vindur blæs af hafi, sunnan gola myndum við kalla það hér á klakanum. Jafnframt er þungskýjað yfir Melbourne. Þrátt fyrir þessi líkindi er útséð að ekki mun gera hellidembu eins og árrisulir formúluáhugamenn sáu í morgun þegar fyrsta tilraun var gerð til tímatöku. Í mesta lagi verður um skúrir og smáskvettur að ræða sem mun aðeins hrista upp í rásröðinni og gera liðunum erfitt fyrir í kappaktrinum. Eins og áður segir hefst frestuð tímataka á ný klukkan 12:00 og kappaksturinn sjálfur klukkan 6 í fyrramálið. Allt er í beinni og óruglaðri útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvers vegna er ekki ekið í mikilli rigningu í Formúlu 1?Í Formúlu 1 hefur alltaf verið keppt og ekið í rigningu. Í regnmótum höfum við séð ökumenn springa út og gera það sem áður var talið ómögulegt. Má þar til dæmis nefna Ayrton Senna og Michael Schumacher sem hafa oft verið kallaðir "regnmeistarar". Í seinni tíð hefur Charlie Whiting, mótsstjóri í Formúlu 1, sett strangari kröfur um akstur í regninu. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að vera of varkár í þessum efnum og aflýst eða stöðvað mót sem virtust ganga vel. Að baki ákvörðuninni í Ástralíu í nótt bjuggu hins vegar óvanalegar ástæður. Fyrir það fyrsta er brautin í Melbourne götubraut. Það þýðir að hún er skítugri en venjuleg kappakstursbraut og hætturnar eru fleiri. Þær verða svo enn fleiri þegar rignir enda er hún ekki hönnuð með það í huga að vatnsflaumnum verði að koma úr vegi kappakstursbíla. Þá eru hvítar línur umhverfis brautina á stöðum sem vanalega eru ekki málaðir á kappakstursbrautum sem skapa hættur. Öryggi ökumanna er því alltaf í forgangi þegar ákvarðanir um að fresta keppni eða akstri vegna rigninga er tekin. Má jafnframt líta svo á að frestunin hleypir enn meiri spennu í leikinn fyrir áhorfandann. Þá er ónefndur tíminn sem gefst, við þessar sérstöku aðstæður, til að rifja upp glæst augnablik í kappaksturssögunni. Ayrton Senna var alltaf álitinn vera gríðarlega öflugur ökuþór þegar ringdi. Það sýndi hann strax á sínu fyrsta keppnistímabili í Mónakó þegar hann ók Toleman-bíl sínum ótrúlega hratt á votri brautinni. Á meðan helstu meistarar þess tíma, René Arnoux, Nelson Piquet og Niki Lauda, skautuðu í vegriðið sótti Senna fast á fremstu menn og var kominn í annað sætið, með Alain Prost í sigtinu, þegar mótinu var aflýst. Senna hefði að öllum líkindum unnið Prost, síðar sinn helsta keppinaut, í fyrsta sinn á sínu fyrsta tímabili. Senna minnti aftur á sig þegar evrópski kappaksturinn var ræstur í Donnington Park á Bretlandi árið 1993. Í hellidembu geistust allir af stað, þar á meðal Ayrton úr fjórða sæti sem hann missti af ráslínunni. Á einum hring náði Senna að vinna sig úr fimmta sæti í það fyrsta í rigningunni. Stórkoslegt. Myndbandið má finna hér að ofan. Michael Schumacher var ekki síðri galdrakarl á brautinni þegar það ringdi. Það sýndi hann á sínu fyrsta tímabili með Ferrari, árið 1996, þegar spænski kappaksturinn fór fram í hellidembu í Barcelona. Schumacher, á grútlélegum Ferrari-bíl, vann kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Þegar hann kom fyrstu yfir endamarkið hafði Schumi hringað alla nema Jean Alesi og Jacques Villeneuve.Charles Pic missir afturenda bílsins í Melbourne í morgun. Formúla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Veðurspáin fyrir frestaða tímatöku og fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu er tvísýn enda spá allar veðurstöðvar hugsanlegri rigningu í Melbourne. Tímatakan fyrir kappaksturinn hefst á ný á miðnætti en henni var frestað eftir að ein lota hafði verið ekin í morgun vegna úrhellis rigningar og gríðarlega slæmra aðstæðna á götubrautinni í Melbourne. Stóra spurningin er því: Ætl'ann hangi þurr? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega að það eru, samkvæmt veðurspám, 20% líkur á að það rigni í Melbourne á meðan tímatakan og kappaksturinn fara fram. Vindur blæs af hafi, sunnan gola myndum við kalla það hér á klakanum. Jafnframt er þungskýjað yfir Melbourne. Þrátt fyrir þessi líkindi er útséð að ekki mun gera hellidembu eins og árrisulir formúluáhugamenn sáu í morgun þegar fyrsta tilraun var gerð til tímatöku. Í mesta lagi verður um skúrir og smáskvettur að ræða sem mun aðeins hrista upp í rásröðinni og gera liðunum erfitt fyrir í kappaktrinum. Eins og áður segir hefst frestuð tímataka á ný klukkan 12:00 og kappaksturinn sjálfur klukkan 6 í fyrramálið. Allt er í beinni og óruglaðri útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvers vegna er ekki ekið í mikilli rigningu í Formúlu 1?Í Formúlu 1 hefur alltaf verið keppt og ekið í rigningu. Í regnmótum höfum við séð ökumenn springa út og gera það sem áður var talið ómögulegt. Má þar til dæmis nefna Ayrton Senna og Michael Schumacher sem hafa oft verið kallaðir "regnmeistarar". Í seinni tíð hefur Charlie Whiting, mótsstjóri í Formúlu 1, sett strangari kröfur um akstur í regninu. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að vera of varkár í þessum efnum og aflýst eða stöðvað mót sem virtust ganga vel. Að baki ákvörðuninni í Ástralíu í nótt bjuggu hins vegar óvanalegar ástæður. Fyrir það fyrsta er brautin í Melbourne götubraut. Það þýðir að hún er skítugri en venjuleg kappakstursbraut og hætturnar eru fleiri. Þær verða svo enn fleiri þegar rignir enda er hún ekki hönnuð með það í huga að vatnsflaumnum verði að koma úr vegi kappakstursbíla. Þá eru hvítar línur umhverfis brautina á stöðum sem vanalega eru ekki málaðir á kappakstursbrautum sem skapa hættur. Öryggi ökumanna er því alltaf í forgangi þegar ákvarðanir um að fresta keppni eða akstri vegna rigninga er tekin. Má jafnframt líta svo á að frestunin hleypir enn meiri spennu í leikinn fyrir áhorfandann. Þá er ónefndur tíminn sem gefst, við þessar sérstöku aðstæður, til að rifja upp glæst augnablik í kappaksturssögunni. Ayrton Senna var alltaf álitinn vera gríðarlega öflugur ökuþór þegar ringdi. Það sýndi hann strax á sínu fyrsta keppnistímabili í Mónakó þegar hann ók Toleman-bíl sínum ótrúlega hratt á votri brautinni. Á meðan helstu meistarar þess tíma, René Arnoux, Nelson Piquet og Niki Lauda, skautuðu í vegriðið sótti Senna fast á fremstu menn og var kominn í annað sætið, með Alain Prost í sigtinu, þegar mótinu var aflýst. Senna hefði að öllum líkindum unnið Prost, síðar sinn helsta keppinaut, í fyrsta sinn á sínu fyrsta tímabili. Senna minnti aftur á sig þegar evrópski kappaksturinn var ræstur í Donnington Park á Bretlandi árið 1993. Í hellidembu geistust allir af stað, þar á meðal Ayrton úr fjórða sæti sem hann missti af ráslínunni. Á einum hring náði Senna að vinna sig úr fimmta sæti í það fyrsta í rigningunni. Stórkoslegt. Myndbandið má finna hér að ofan. Michael Schumacher var ekki síðri galdrakarl á brautinni þegar það ringdi. Það sýndi hann á sínu fyrsta tímabili með Ferrari, árið 1996, þegar spænski kappaksturinn fór fram í hellidembu í Barcelona. Schumacher, á grútlélegum Ferrari-bíl, vann kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Þegar hann kom fyrstu yfir endamarkið hafði Schumi hringað alla nema Jean Alesi og Jacques Villeneuve.Charles Pic missir afturenda bílsins í Melbourne í morgun.
Formúla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira