Sport

Fimmtán Íslandsmet í sundi fatlaðra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Margeir vann gull á Ólympíumóti fatlaðra í sumar.
Jón Margeir vann gull á Ólympíumóti fatlaðra í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Reykjavíkurmótinu í sundi lauk í dag en alls féllu fimmtán Íslandsmet í flokki fatlaðra á mótinu. Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmet í alls sjö greinum.

Ekkert met féll hjá ófötluðum að þessu sinni en bestum árangri náðu þau Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee úr Ægi.

Jón Margeir bætti Íslandsmet í 100, 200 og 400 m skriðsundi, 100 og 200 m flugsundi, 200 m bringusundi og 400 m fjórsundi.

Þá setti Thelma Björg Björnsdóttir fjögur Íslandsmet, þrjú í skriðsundi og svo í 100 m baksundi.

Marinó Ingi Adolfsson bætti Íslandsmet í 200 og 400 m skriðsundi og Íva Marín Adrichem í 100 m baksundi og 100 m bringusundi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×