Enski boltinn

Di Canio líklegastur sem arftaki McDermott

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Veðbankar í Englandi telja líklegast að Ítalinn Paolo di Canio muni taka við starfi Brian McDermott sem knattspyrnustjóri Reading.

Di Canio fór frá enska C-deildarliðinu Swindon í síðasta mánuði og er sagður hafa verið meðal áhorfenda þegar að Reading tapaði fyrir Aston Villa á laugardaginn, 2-1.

McDermott var útnefndur stjóri janúarmánaðar en var rekinn í gær þar sem að Reading hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar níu leikir eru eftir af tímabilinu.

Nigel Adkins, fyrrum stjóri Southampton, þykir einnig líklegur í starfið og þá hafa þeir Roberto di Matteo og Mark Hughes verið orðaðir við það, sem og Dick Advocaat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×