Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum Helga Arnardóttir skrifar 10. mars 2013 19:40 Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það." Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Malta og Sviss eru einu Evrópulöndin sem gert hafa hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hætti Ísland viðræðum við ESB yrði ekki hægt að byggja á þeim samningum sem þegar hafa náðst um tiltekna kafla, ef þær yrðu hafnar að nýju, segir prófessor í stjórnmálafræði. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skuli viðræðum við ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af ESB sinnum innan flokksins og hagsmunaöflum á borð við Samtök atvinnulífsins og fyrrverandi formanni Samtaka iðnaðarins. Formaður Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus í fréttum í gær og sagði lýðræðislegt umboð þjóðarinnar skorta svo hægt yrði að halda viðræðum áfram. En hvernig hafa aðrar Evrópuþjóðir brugðist við í viðræðuferlinu sjálfu? „Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður að aðildarríki sem hefur samninga við Evrópusambandið af fyrrabragði, hafi hætt þeim og aftur kallað umsóknina," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Hins vegar séu tvö dæmi þess að Evrópuríki hafi gert hlé á viðræðum. „Það er annars vegar Malta sem gerði hlé á sinni aðildarumsókn í tvö ár og hóf svo ferilinn á nýjan leik og varð aðili að Evrópusambandinu og hinsvegar Sviss sem eftir höfnunina á ESS samningnum 1993 frysti sína ummsókn, sem er samt sem áður formlega séð ennþá opin þó svo ekkert hafi gerst í þeim málum öll þessi tuttugu ár." Eina ríkið sem gengið hafi úr Evrópusambandinu sé Grænland. Eiríkur segist ekki vita til þess að ríki hafi hreinlega afturkallað umsókn áður en ferlinu lýkur og því yrði það einsdæmi ef Ísland léti verða af því. En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér? „Kjósi Íslendingar síðar að sækja um aðild á nýjan leik að þá væri ekki hægt að byggja á þeim samningum sem nú hafa farið fram og hafa verið í gangi. Þá þyrfti að sækja um á nýjan leik. Og þá þyrftu öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja það."
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira