Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 84-82 | Snæfell í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu skrifar 28. mars 2013 09:18 Bekkurinn var orðinn þétt setinn löngu fyrir leik. Mynd/Boði Snæfellingar eru komnir áfram í undanúrslit Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 84-82 sigur á Njarðvík í frábærum körfuboltaleik í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar voru fjórum stigum undir þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka en nýttu sér reynsluna og snéru leiknum við í lokaleikhlutanum. Snæfell mætir Stjörnunni í undanúrslitunum og er fyrsti leikur á þriðjudaginn kemur. Jay Threatt var Njarðvíkurliðinu afar erfiður, sérstaklega á lokakafla leiksins þar sem hann sprengdi upp Njarðvíkurvörnina hvað eftir annað og opnaði galopnaði fyrir sig eða fyrir félaga sína. Það var hinsvegar Ryan Amaroso sem innsiglaði sigurinn þegar hann tók sitt sextánda frákast og kom Snæfell í 84-79 þegar 4,5 sekúndur voru eftir. Elvar Friðriksson endaði leikinn á þriggja stiga körfu en það var ekki nóg og ævintýravetur Njarðvíkinga er á enda. Jay Threatt var maður leiksins með 21 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 10 fiskaðar villur, Ryan Amaroso hitti ekki vel en var með 18 stig og 16 fráköst og þeir Jón Ólafur Jónsson (16 stig) og Sigurður Á. Þorvaldsson (16 stig) komu báðir með mikilvægt framlag á úrslitastundu. Nigel Moore var frábær í liði Njarðvíkur með 25 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Elvar Már Friðriksson (15 stig) og Ólafur Helgi Jónsson (14 stig) áttu báðir góða spretti. Þegar upp var staðið þá vantaði Moore hinsvegar meiri hjálp í lokin. Snæfell byrjaði mun betur, komst í 10-4 og 18-10 og það gekk illa hjá Elvari Friðrikssyni, leikstjórnanda Njarðvíkur, enda bæði tvídekkaður með góðum árangri auk þess að hann kom sér í villuvandræði. Snæfell var 21-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann og Jón Ólafur Jónsson kominn með sjö stig fyrir Hólmara. Njarðvíkingar náðu muninum niður í tvö stig, 21-19, en Friðrik Stefánsson átti flotta innkomu og var merð 5 stig og 6 fráköst á fjórum mínútum. Snæfellingar náðu hinsvegar öðrum góðum spretti og komust í 28-21 og 32-24. Elvar komst loks á blað þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en skoraði síðan 8 stig á lokamínútum fyrri hálfeiksins. Nigel Moore endaði síðan hálfleikinn á því að minnka muninn niður í fjögur stig. 39-35. Jón Ólafur Jónsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og Ryan Amoroso var með 9 fráköst. Elvar Már Friðriksson skoraði 8 stig fyrir Njarðvík og Marcus Van var með 6 stig og 11 fráköst. Njarðvíkingar snéru leiknum sér í vil í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 23-17. Þar vógu þungt 56 sekúndur þegar liðið náði 8-0 spretti og komst yfir í 52-50. Njarðvík var síðan tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 58-56. Nigel Moore setti niður nokkur ótrúleg skot í uppphafi fjórða leikhluta og þar á meðal þrist af löngu færi sem kom Njarðvík í 66-59. Snæfellsliðið fann hinsvegar taktinn á réttum tíma og snéri leiknum sér í hag í lokin með skynsemi og útsjónarsemi. Hólmarar höfðu reynsluna umfram hið unga lið Njarðvíkur og nýttu sér það vel á lokakafla leiksins.Snæfell-Njarðvík 84-82 (21-15, 18-20, 17-23, 28-24)Snæfell: Jay Threatt 21/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Amaroso 18/16 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Hafþór Ingi Gunnarsson 2.Njarðvík: Nigel Moore 25/9 fráköst/9 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 15/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 14/4 fráköst, Marcus Van 10/15 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Snæfell vann einvígið 2-1 og er komið í undanúrslit. Einar Árni: Vantaði alveg fáránlega lítið upp áEinar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var auðvitað svekktur í leikslok en það er samt ekki hægt annað en að vera stoltur af frábærri frammistöðu ungu strákanna hans. "Ég á fá orð til eftir þennan leik því þetta var ofboðslega svekkjandi," sagði Einar Árni. "Við trúðum því allan tímann að við værum að fara að vinna þetta og það vantaði alveg fáránlega lítið upp á þetta hjá okkur. Ég er hrikalega stoltur af þessum drengjum því þeir lögðu allt sitt í þetta. Við fengum líka magnaðan stuðning frá okkar fólki þannig að þetta er rosalega sárt," sagði Einar. "Við töpuðum of mörgum klauflegum boltum í lokin og þeir voru að leysa sitt sóknarlega ótrúlega vel. Jay Threatt var okkur gríðarlega erfiður og reynslukarlar eins og Sigurður Þorvaldsson voru mikilvægir fyrir þá í þessum leik. Þetta er hrikalega sárt," sagði Einar. "Þetta tímabil gefur okkur klárlega byr í seglin. Við erum búnir að leggja mikið á okkur síðustu árin. Okkur langaði í meira og finnst við hafa burði til þess að fara lengra. Þetta er ekki flókið, við söfnum nú kröftum á líkama og sál næstu daga og hefjumst síðan handa við að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Við ætlum eins og við gerðum í vetur að stíga fram á við næsta vetur," sagði Einar Árni. Ingi Þór: Við sýndum það að við erum karlmenn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kátur í leikslok enda hans menn komnir áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Stjörnunni. "Ég tek hattinn ofan fyrir Njarðvík í heild sinni. Ekki bara það að liðið stóð sig vel í þessari seríu og lét okkur líta illa út á mánudaginn, þá sýnir klúbburinn þvílíkan sóma með því að fjölmenna á þennan leik. Þeir voru fáránlega vel studdir hér í kvöld. Ég er bara stoltur af Njarðvíkurbatteríinu sem slíku," sagði Ingi Þór. Njarðvíkingum tókst að ná 8-0 spretti í þriðja leikhluta og tókst að snúa leiknum sér í vil. Hvað var Ingi Þór að hugsa þá? "Við urðum að stoppa þessi skot þeirra og halda áfram að spila. Það var það mikið eftir að ég var rólegri með þetta heldur en þegar við spiluðum síðast við þá. Það var meira eftir núna og ég var rólegri. Þegar stigaskorið er svona lágt þá eru svona skot dýrmæt en við náðum að svara með fjórum þristum til baka. Við sýndum það að við erum karlmenn og tilbúnir í slaginn," sagði Ingi Þór. "Mér fannst Jay vera gjörsamlega frábær, hann sótti á körfuna og gerði þarna hreyfingar sem ég hef ekki séð hann gera í vetur. Hann stýrði þessu gríðarlega vel og mataði menn. Svo náðum við loksins að fá útborgað fyrir sóknarfráköstin þegar Ryan skoraði síðustu körfuna okkar. Við vorum ekki að fá mikið út úr sókmarfráköstunum með Marcus Van undir körfunni," sagði Ingi Þór. "Það er bara þannig að það er pressa á liðunum í efri hlutanum í átta liða úrslitunum og núna erum við komnir í undanúrslit og allt er opið. Nú getur allt gerst," sagði Ingi Þór og það er vonandi að skemmtanagildið verði jafnmikið í næstu leikjum og í kvöld. "Fyrir mig sem þjálfara og Rabba, sem tók að ég held tvær sprengitöflur í kvöld, þá lifir maður bara fyrir svona leiki. Við hlökkum bara til framhaldsins," sagði Ingi Þór.„ Jón Ólafur: Þetta Njarðvíkurlið á framtíðina fyrir sérJón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig fyrir Snæfell í kvöld og gaf strax tóninn í upphafi leiks. Hann var skælbrosandi eftir að sigurinn var í höfn. "Njarðvíkingarnir voru fáranlega erfiðir í þessari seríu og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu," sagði Jón Ólafur. Njarðvíkingum tókst að ná 8-0 spretti í þriðja leikhluta og tókst að snúa leiknum sér í vil. "Þeir fóru allt í einu að hitta, Nigel og Ólafur Helgi. Þetta var mjög erfitt. Við vorum alltaf að skora en náðum aldrei stoppi á móti. Þeir náðu alltaf að svara og þetta var hrikalega erfiður leikur," sagði Jón Ólafur. "Það má segja að við höfum haft reynsluna fram yfir þá í lokin. Við erum vanari þessum aðstæðum og náðum að halda meira jafnvægi og örvæntum ekki. Mér fannst ég samt ekki sjá mikið stress hjá þeim og þetta lið á framtíðina fyrir sér," sagði Jón Ólafur. "Ég vona að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun allavega skemmti ég mér mjög vel," sagði Jón Ólafur. "Nú er það bara Stjarnan sem er með hörkulið. Það verður erfitt því þeir eru að koma úr harðri og umdeildri seríu og voru tilbúnir í úrslitakeppnina frá byrjun. Við vorum ekki alveg tilbúnir í fyrsti leikjunum. Við vorum fyrst loksins í kvöld að bíta almennilega frá okkur og vera með þann kraft og þá geðveiki sem við getum verið með. Það er hörkusería framundan," sagði Jón Ólafur. Elvar Már: Ég ætla að komast lengra á næsta áriElvar Már Friðriksson og félagar í Njarðvíkurliðinu voru nálægt því að slá Snæfell út í Stykkishólmi í kvöld en urðu á endanum að sætta sig við naumt tap og að vera komnir í sumarfrí. "Þetta var gríðarlega svekkjandi og það vantaði bara herslumuninn að við náðum að fylgja þessu eftir í fjórða leiklhutanum. Þeir kláruðu þetta betur en við," sagði Elvar. "Þetta gat dottið báðum megin og við hættum aldrei því við ætluðum okkur að vinna. Þeir náðu að klára þetta í endann og svona er þetta stundum," sagði Elvar. "Ég er gríðarlega svekktur núna en núna fer ég bara að hugsa um sumarið og um að reyna að koma mínum leik upp á næsta stig. Ég ætla að komast lengra á næsta ári," sagði Elvar. "Við náðum ekki þessum lykilstoppum og það vantaði jafnvægið í sóknarleikinn. Við tókum of erfið skot og vorum ekki að keyra á körfuna. Þeir náðu auðveldum körfum í staðinn og við töpuðum leiknum þar," sagði Elvar. "Við spiluðum vel seinni hluta vetrarins og ætlum bara að koma sterkari til leiks á næsta ári," sagði Elvar að lokum. Beina textalýsingin frá leiknum.Leik lokið | 84-82: Moore klúðrar þriggja stiga skoti og Snæfell nær frákastinu. Amoroso lokar leiknum. Elvar setur þrist í lokin en það dugar ekki til. Snæfell er komið í undanúrslit eftir magnaðan leik.39. mín | 82-79: Ólafur með þrist. Mínúta eftir og allt getur gerst.38. mín | 82-76: Sex stig og 2 mínútur eftir. Geta Húnarnir framkallað páskakraftaverk í Fjárhúsinu?36. mín | 75-71: Heimamenn að ná tökum á ný. Threatt kominn með 19 stig en þeir Nonni Mæju og Siggi Þorvalds 16. Moore búinn að skora 25 stig fyrir Njarðvík.33. mín | 68-68: Þetta verða rosalegar lokamínútur. Áhorfendur að fara á taugum.3. leikhluta lokið| 56-58: Þrátt fyrir slaka nýtingu berjast Húnarnir og þeir leiða hér fyrir lokaleikhlutann í Fjárhúsinu. Mögnuð frammistaða hjá þeim.28. mín | 50-52: Húnarnir komnir yfir. Ótrúlega seigir guttarnir..23. mín | 42-39: Allt í járnum. Þetta verður spennandi allt til enda.Hálfleikur | 39-35: Heimamenn leiða í hálfleik. Líklega svekktir að leiða ekki með meiri mun þar sem hittni gestanna hefur ekki verið upp á margar loðnur. Aðeins eitt af ellefu þriggja stiga skotum hafa farið niður hjá Njarðvík. Það er 9% nýting. Vítanýtingin er svo ekki nema 54%. Snæfell með sex þrista niðri eða 46% nýtingu. Jón Ólafur er stigahæstur hjá Snæfelli með 11 stig. Elvar er með 8 fyrir Njarðvík.18. mín | 32-28: Lokasprettur fyrri hálfleiks hafinn.16. mín | 28-24: Elvar kemst loksins á blað hjá gestunum. Heimamenn halda Njarðvík í seilingarfjarlægð.13. mín | 21-19: Gestirnir að hressast og Snæfell tekur leikhlé.1. leikhluti búinn| 21-15: Heimamenn að hitta mun betur. Þar af 4 þristar niðri á meðan ekkert þriggja stiga skot hjá Njarðvík hefur farið niður.7. mín | 18-10: Elvar Friðriks kominn með tvær villur hjá gestunum. Ekki góð tíðindi fyrir þá. Nonni Mæju kominn með 7 stig fyrir heimamenn.5. mín | 10-6: Heimamenn beittari á fyrstu mínútum leiksins.2. mín | 5-4: Þetta er farið í gang. Sigurður Þorvaldsson með fyrsta þrist kvöldsins. Brjáluð stemning. Þetta verður magnað í kvöld.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru klár og hvorugur þjálfarinn gerir breytingar frá því í síðasta leik. Elvar, Nigel, Maciej, Ólafur Helgi og Marcus byrja hjá Njarðvík en hjá Snæfelli byrja Jay, Pálmi, Sigurður, Jón Ólafur og Ryan.Fyrir leik: Dómarar kvöldsins eru þeir Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson og Davíð Kr. Hreiðarsson.Fyrir leik: Stúkan skiptist nú í grænan og rauðan hluta og kynnir kvöldsins er búinn að biðja fólk um að þjappa sér enda þurfa allir að komast að. Ef þetta er ekki úrslitakeppnin í körfubolta í hnotskurn þá veit ég ekki hvað. Fimmtán mínútur í leik.Fyrir leik: Þrír leikmenn Njarðvíkur í kvöld (af 12) voru með Njarðvík þegar liðið vann síðast oddaleik í úrslitakeppni en það var á móti Stjörnunni á útivelli í 8 liða úrslitum 2010. Þetta eru þeir Friðrik Stefánsson, Kristján Rúnar Sigurðsson og Hjörtur Hrafn Einarsson.Fyrir leik: Sex leikmenn Snæfells (af 12) voru með í Þorlákshöfn í fyrra þegar Snæfell tapaði fyrir Þór í oddaleik og datt út úr úrslitakeppninni. Þetta eru þeir: Jón Ólafur Jónsson, Sveinn Arnar Davíðsson, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Hafþór Ingi Gunnarsson, Ólafur Torfason og Þorbergur Helgi Sæþórsson.Fyrir leik: 35 mínútur í leik og það er þegar orðið erfitt fyrir fólk að finna sér sæti í stúkunni og sætin á gólfinu eru að fyllast. Það er ljóst að það verður troðfullt í Fjárhúsinu í kvöld.Fyrir leik: Leikmenn Njarðvíkinga voru mættir snemma í húsið og lykilmenn liðsins tóku létta skotæfingu áður en þeir klæddu sig í Njarðvíkurbúninginn. Nú er spurning hvort það skilar sér en það verður mikilvægt fyrir hið unga lið Njarðvíkur að byrja vel í kvöld eins og þeir gerðu einmitt í sigrinum í síðasta leik.Fyrir leik: Það er þegar komið talsvert af fólki í húsið og liðin eru bæði byrjuð að hita upp á fullu. Loftið er þegar orðið rafmagnað í húsinu og það bíða allir spenntir eftir því að leikurinn hefjist. Það eru þó enn 46 mínútur í það.Fyrir leik: Njarðvík og Snæfell hafa mæst þrisvar sinnum áður í úrslitakeppni en þetta er í fyrsta sinn sem innbyrðiseinvígi liðanna fer alla leið í oddaleik. Snæfell var búið að vinna sex leiki í röð á móti Njarðvík í úrslitakeppni fyrir síðasta leik.Fyrir leik: Njarðvíkingar voru með sætaferðir í Hólminn og græni liturinn er þegar orðinn áberandi í stúkunni en heimamenn láta aðeins bíða eftir sér.Fyrir leik: Í boði í kvöld er sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni Dominosdeild karla í körfubolta. Þangað hafa Njarðvíkingar ekki komist síðan 2010 en Snæfellingar komust þangað síðast vorið 2011.Fyrir leik: Snæfell vann fyrstu þrjá leiki liðanna í vetur, tvo í deild (104-70 og 83-79) og einn í úrslitakeppni (79-78), og Snæfellingar voru búnir að vinna alla innbyrðisleiki liðanna tveggja þegar kom að leik tvö í Njarðvík sem Njarðvíkingar unnu örugglega 105-90.Fyrir leik: Njarðvíkingar hafa unnið alla fimm oddaleiki sína um sæti í undanúrslitum úrslitakeppninni þann síðasta 2010 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Það er jafnframt eini af þessum fimm leikjum sem fór ekki fram í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Snæfellingar hafa aldrei tapað oddaleik í átta liða úrslitum á heimavelli. Þeir unnu Hauka 87-73 árið 2011, Stjörnuna 73-71 árið 2009 og loks KR 116-105 árið 2005.Fyrir leik: Nigel Moore skoraði 30 stig í síðasta leik þar af 14 þeirra í fyrsta leikhlutanum sem Njarðvíkurliðið vann 30-19. Framlag hans var upp á 40 í Ljónagryfjunni en -1 í fyrsta leiknum í Hólminum.Fyrir leik: Snæfelllingar hittu illa fyrir utan þriggja stiga línuna í síðasta leik (7 af 33, 21 prósent) en það má búast við betri hittni Hólmara í kvöld en ekkert lið hitti betur úr þriggja stiga skotum í deildinni í vetur (38,2 prósent) Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Snæfellingar eru komnir áfram í undanúrslit Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 84-82 sigur á Njarðvík í frábærum körfuboltaleik í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar voru fjórum stigum undir þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka en nýttu sér reynsluna og snéru leiknum við í lokaleikhlutanum. Snæfell mætir Stjörnunni í undanúrslitunum og er fyrsti leikur á þriðjudaginn kemur. Jay Threatt var Njarðvíkurliðinu afar erfiður, sérstaklega á lokakafla leiksins þar sem hann sprengdi upp Njarðvíkurvörnina hvað eftir annað og opnaði galopnaði fyrir sig eða fyrir félaga sína. Það var hinsvegar Ryan Amaroso sem innsiglaði sigurinn þegar hann tók sitt sextánda frákast og kom Snæfell í 84-79 þegar 4,5 sekúndur voru eftir. Elvar Friðriksson endaði leikinn á þriggja stiga körfu en það var ekki nóg og ævintýravetur Njarðvíkinga er á enda. Jay Threatt var maður leiksins með 21 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 10 fiskaðar villur, Ryan Amaroso hitti ekki vel en var með 18 stig og 16 fráköst og þeir Jón Ólafur Jónsson (16 stig) og Sigurður Á. Þorvaldsson (16 stig) komu báðir með mikilvægt framlag á úrslitastundu. Nigel Moore var frábær í liði Njarðvíkur með 25 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Elvar Már Friðriksson (15 stig) og Ólafur Helgi Jónsson (14 stig) áttu báðir góða spretti. Þegar upp var staðið þá vantaði Moore hinsvegar meiri hjálp í lokin. Snæfell byrjaði mun betur, komst í 10-4 og 18-10 og það gekk illa hjá Elvari Friðrikssyni, leikstjórnanda Njarðvíkur, enda bæði tvídekkaður með góðum árangri auk þess að hann kom sér í villuvandræði. Snæfell var 21-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann og Jón Ólafur Jónsson kominn með sjö stig fyrir Hólmara. Njarðvíkingar náðu muninum niður í tvö stig, 21-19, en Friðrik Stefánsson átti flotta innkomu og var merð 5 stig og 6 fráköst á fjórum mínútum. Snæfellingar náðu hinsvegar öðrum góðum spretti og komust í 28-21 og 32-24. Elvar komst loks á blað þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en skoraði síðan 8 stig á lokamínútum fyrri hálfeiksins. Nigel Moore endaði síðan hálfleikinn á því að minnka muninn niður í fjögur stig. 39-35. Jón Ólafur Jónsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og Ryan Amoroso var með 9 fráköst. Elvar Már Friðriksson skoraði 8 stig fyrir Njarðvík og Marcus Van var með 6 stig og 11 fráköst. Njarðvíkingar snéru leiknum sér í vil í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 23-17. Þar vógu þungt 56 sekúndur þegar liðið náði 8-0 spretti og komst yfir í 52-50. Njarðvík var síðan tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 58-56. Nigel Moore setti niður nokkur ótrúleg skot í uppphafi fjórða leikhluta og þar á meðal þrist af löngu færi sem kom Njarðvík í 66-59. Snæfellsliðið fann hinsvegar taktinn á réttum tíma og snéri leiknum sér í hag í lokin með skynsemi og útsjónarsemi. Hólmarar höfðu reynsluna umfram hið unga lið Njarðvíkur og nýttu sér það vel á lokakafla leiksins.Snæfell-Njarðvík 84-82 (21-15, 18-20, 17-23, 28-24)Snæfell: Jay Threatt 21/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Amaroso 18/16 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Hafþór Ingi Gunnarsson 2.Njarðvík: Nigel Moore 25/9 fráköst/9 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 15/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 14/4 fráköst, Marcus Van 10/15 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Snæfell vann einvígið 2-1 og er komið í undanúrslit. Einar Árni: Vantaði alveg fáránlega lítið upp áEinar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var auðvitað svekktur í leikslok en það er samt ekki hægt annað en að vera stoltur af frábærri frammistöðu ungu strákanna hans. "Ég á fá orð til eftir þennan leik því þetta var ofboðslega svekkjandi," sagði Einar Árni. "Við trúðum því allan tímann að við værum að fara að vinna þetta og það vantaði alveg fáránlega lítið upp á þetta hjá okkur. Ég er hrikalega stoltur af þessum drengjum því þeir lögðu allt sitt í þetta. Við fengum líka magnaðan stuðning frá okkar fólki þannig að þetta er rosalega sárt," sagði Einar. "Við töpuðum of mörgum klauflegum boltum í lokin og þeir voru að leysa sitt sóknarlega ótrúlega vel. Jay Threatt var okkur gríðarlega erfiður og reynslukarlar eins og Sigurður Þorvaldsson voru mikilvægir fyrir þá í þessum leik. Þetta er hrikalega sárt," sagði Einar. "Þetta tímabil gefur okkur klárlega byr í seglin. Við erum búnir að leggja mikið á okkur síðustu árin. Okkur langaði í meira og finnst við hafa burði til þess að fara lengra. Þetta er ekki flókið, við söfnum nú kröftum á líkama og sál næstu daga og hefjumst síðan handa við að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Við ætlum eins og við gerðum í vetur að stíga fram á við næsta vetur," sagði Einar Árni. Ingi Þór: Við sýndum það að við erum karlmenn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kátur í leikslok enda hans menn komnir áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Stjörnunni. "Ég tek hattinn ofan fyrir Njarðvík í heild sinni. Ekki bara það að liðið stóð sig vel í þessari seríu og lét okkur líta illa út á mánudaginn, þá sýnir klúbburinn þvílíkan sóma með því að fjölmenna á þennan leik. Þeir voru fáránlega vel studdir hér í kvöld. Ég er bara stoltur af Njarðvíkurbatteríinu sem slíku," sagði Ingi Þór. Njarðvíkingum tókst að ná 8-0 spretti í þriðja leikhluta og tókst að snúa leiknum sér í vil. Hvað var Ingi Þór að hugsa þá? "Við urðum að stoppa þessi skot þeirra og halda áfram að spila. Það var það mikið eftir að ég var rólegri með þetta heldur en þegar við spiluðum síðast við þá. Það var meira eftir núna og ég var rólegri. Þegar stigaskorið er svona lágt þá eru svona skot dýrmæt en við náðum að svara með fjórum þristum til baka. Við sýndum það að við erum karlmenn og tilbúnir í slaginn," sagði Ingi Þór. "Mér fannst Jay vera gjörsamlega frábær, hann sótti á körfuna og gerði þarna hreyfingar sem ég hef ekki séð hann gera í vetur. Hann stýrði þessu gríðarlega vel og mataði menn. Svo náðum við loksins að fá útborgað fyrir sóknarfráköstin þegar Ryan skoraði síðustu körfuna okkar. Við vorum ekki að fá mikið út úr sókmarfráköstunum með Marcus Van undir körfunni," sagði Ingi Þór. "Það er bara þannig að það er pressa á liðunum í efri hlutanum í átta liða úrslitunum og núna erum við komnir í undanúrslit og allt er opið. Nú getur allt gerst," sagði Ingi Þór og það er vonandi að skemmtanagildið verði jafnmikið í næstu leikjum og í kvöld. "Fyrir mig sem þjálfara og Rabba, sem tók að ég held tvær sprengitöflur í kvöld, þá lifir maður bara fyrir svona leiki. Við hlökkum bara til framhaldsins," sagði Ingi Þór.„ Jón Ólafur: Þetta Njarðvíkurlið á framtíðina fyrir sérJón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig fyrir Snæfell í kvöld og gaf strax tóninn í upphafi leiks. Hann var skælbrosandi eftir að sigurinn var í höfn. "Njarðvíkingarnir voru fáranlega erfiðir í þessari seríu og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu," sagði Jón Ólafur. Njarðvíkingum tókst að ná 8-0 spretti í þriðja leikhluta og tókst að snúa leiknum sér í vil. "Þeir fóru allt í einu að hitta, Nigel og Ólafur Helgi. Þetta var mjög erfitt. Við vorum alltaf að skora en náðum aldrei stoppi á móti. Þeir náðu alltaf að svara og þetta var hrikalega erfiður leikur," sagði Jón Ólafur. "Það má segja að við höfum haft reynsluna fram yfir þá í lokin. Við erum vanari þessum aðstæðum og náðum að halda meira jafnvægi og örvæntum ekki. Mér fannst ég samt ekki sjá mikið stress hjá þeim og þetta lið á framtíðina fyrir sér," sagði Jón Ólafur. "Ég vona að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun allavega skemmti ég mér mjög vel," sagði Jón Ólafur. "Nú er það bara Stjarnan sem er með hörkulið. Það verður erfitt því þeir eru að koma úr harðri og umdeildri seríu og voru tilbúnir í úrslitakeppnina frá byrjun. Við vorum ekki alveg tilbúnir í fyrsti leikjunum. Við vorum fyrst loksins í kvöld að bíta almennilega frá okkur og vera með þann kraft og þá geðveiki sem við getum verið með. Það er hörkusería framundan," sagði Jón Ólafur. Elvar Már: Ég ætla að komast lengra á næsta áriElvar Már Friðriksson og félagar í Njarðvíkurliðinu voru nálægt því að slá Snæfell út í Stykkishólmi í kvöld en urðu á endanum að sætta sig við naumt tap og að vera komnir í sumarfrí. "Þetta var gríðarlega svekkjandi og það vantaði bara herslumuninn að við náðum að fylgja þessu eftir í fjórða leiklhutanum. Þeir kláruðu þetta betur en við," sagði Elvar. "Þetta gat dottið báðum megin og við hættum aldrei því við ætluðum okkur að vinna. Þeir náðu að klára þetta í endann og svona er þetta stundum," sagði Elvar. "Ég er gríðarlega svekktur núna en núna fer ég bara að hugsa um sumarið og um að reyna að koma mínum leik upp á næsta stig. Ég ætla að komast lengra á næsta ári," sagði Elvar. "Við náðum ekki þessum lykilstoppum og það vantaði jafnvægið í sóknarleikinn. Við tókum of erfið skot og vorum ekki að keyra á körfuna. Þeir náðu auðveldum körfum í staðinn og við töpuðum leiknum þar," sagði Elvar. "Við spiluðum vel seinni hluta vetrarins og ætlum bara að koma sterkari til leiks á næsta ári," sagði Elvar að lokum. Beina textalýsingin frá leiknum.Leik lokið | 84-82: Moore klúðrar þriggja stiga skoti og Snæfell nær frákastinu. Amoroso lokar leiknum. Elvar setur þrist í lokin en það dugar ekki til. Snæfell er komið í undanúrslit eftir magnaðan leik.39. mín | 82-79: Ólafur með þrist. Mínúta eftir og allt getur gerst.38. mín | 82-76: Sex stig og 2 mínútur eftir. Geta Húnarnir framkallað páskakraftaverk í Fjárhúsinu?36. mín | 75-71: Heimamenn að ná tökum á ný. Threatt kominn með 19 stig en þeir Nonni Mæju og Siggi Þorvalds 16. Moore búinn að skora 25 stig fyrir Njarðvík.33. mín | 68-68: Þetta verða rosalegar lokamínútur. Áhorfendur að fara á taugum.3. leikhluta lokið| 56-58: Þrátt fyrir slaka nýtingu berjast Húnarnir og þeir leiða hér fyrir lokaleikhlutann í Fjárhúsinu. Mögnuð frammistaða hjá þeim.28. mín | 50-52: Húnarnir komnir yfir. Ótrúlega seigir guttarnir..23. mín | 42-39: Allt í járnum. Þetta verður spennandi allt til enda.Hálfleikur | 39-35: Heimamenn leiða í hálfleik. Líklega svekktir að leiða ekki með meiri mun þar sem hittni gestanna hefur ekki verið upp á margar loðnur. Aðeins eitt af ellefu þriggja stiga skotum hafa farið niður hjá Njarðvík. Það er 9% nýting. Vítanýtingin er svo ekki nema 54%. Snæfell með sex þrista niðri eða 46% nýtingu. Jón Ólafur er stigahæstur hjá Snæfelli með 11 stig. Elvar er með 8 fyrir Njarðvík.18. mín | 32-28: Lokasprettur fyrri hálfleiks hafinn.16. mín | 28-24: Elvar kemst loksins á blað hjá gestunum. Heimamenn halda Njarðvík í seilingarfjarlægð.13. mín | 21-19: Gestirnir að hressast og Snæfell tekur leikhlé.1. leikhluti búinn| 21-15: Heimamenn að hitta mun betur. Þar af 4 þristar niðri á meðan ekkert þriggja stiga skot hjá Njarðvík hefur farið niður.7. mín | 18-10: Elvar Friðriks kominn með tvær villur hjá gestunum. Ekki góð tíðindi fyrir þá. Nonni Mæju kominn með 7 stig fyrir heimamenn.5. mín | 10-6: Heimamenn beittari á fyrstu mínútum leiksins.2. mín | 5-4: Þetta er farið í gang. Sigurður Þorvaldsson með fyrsta þrist kvöldsins. Brjáluð stemning. Þetta verður magnað í kvöld.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru klár og hvorugur þjálfarinn gerir breytingar frá því í síðasta leik. Elvar, Nigel, Maciej, Ólafur Helgi og Marcus byrja hjá Njarðvík en hjá Snæfelli byrja Jay, Pálmi, Sigurður, Jón Ólafur og Ryan.Fyrir leik: Dómarar kvöldsins eru þeir Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson og Davíð Kr. Hreiðarsson.Fyrir leik: Stúkan skiptist nú í grænan og rauðan hluta og kynnir kvöldsins er búinn að biðja fólk um að þjappa sér enda þurfa allir að komast að. Ef þetta er ekki úrslitakeppnin í körfubolta í hnotskurn þá veit ég ekki hvað. Fimmtán mínútur í leik.Fyrir leik: Þrír leikmenn Njarðvíkur í kvöld (af 12) voru með Njarðvík þegar liðið vann síðast oddaleik í úrslitakeppni en það var á móti Stjörnunni á útivelli í 8 liða úrslitum 2010. Þetta eru þeir Friðrik Stefánsson, Kristján Rúnar Sigurðsson og Hjörtur Hrafn Einarsson.Fyrir leik: Sex leikmenn Snæfells (af 12) voru með í Þorlákshöfn í fyrra þegar Snæfell tapaði fyrir Þór í oddaleik og datt út úr úrslitakeppninni. Þetta eru þeir: Jón Ólafur Jónsson, Sveinn Arnar Davíðsson, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Hafþór Ingi Gunnarsson, Ólafur Torfason og Þorbergur Helgi Sæþórsson.Fyrir leik: 35 mínútur í leik og það er þegar orðið erfitt fyrir fólk að finna sér sæti í stúkunni og sætin á gólfinu eru að fyllast. Það er ljóst að það verður troðfullt í Fjárhúsinu í kvöld.Fyrir leik: Leikmenn Njarðvíkinga voru mættir snemma í húsið og lykilmenn liðsins tóku létta skotæfingu áður en þeir klæddu sig í Njarðvíkurbúninginn. Nú er spurning hvort það skilar sér en það verður mikilvægt fyrir hið unga lið Njarðvíkur að byrja vel í kvöld eins og þeir gerðu einmitt í sigrinum í síðasta leik.Fyrir leik: Það er þegar komið talsvert af fólki í húsið og liðin eru bæði byrjuð að hita upp á fullu. Loftið er þegar orðið rafmagnað í húsinu og það bíða allir spenntir eftir því að leikurinn hefjist. Það eru þó enn 46 mínútur í það.Fyrir leik: Njarðvík og Snæfell hafa mæst þrisvar sinnum áður í úrslitakeppni en þetta er í fyrsta sinn sem innbyrðiseinvígi liðanna fer alla leið í oddaleik. Snæfell var búið að vinna sex leiki í röð á móti Njarðvík í úrslitakeppni fyrir síðasta leik.Fyrir leik: Njarðvíkingar voru með sætaferðir í Hólminn og græni liturinn er þegar orðinn áberandi í stúkunni en heimamenn láta aðeins bíða eftir sér.Fyrir leik: Í boði í kvöld er sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni Dominosdeild karla í körfubolta. Þangað hafa Njarðvíkingar ekki komist síðan 2010 en Snæfellingar komust þangað síðast vorið 2011.Fyrir leik: Snæfell vann fyrstu þrjá leiki liðanna í vetur, tvo í deild (104-70 og 83-79) og einn í úrslitakeppni (79-78), og Snæfellingar voru búnir að vinna alla innbyrðisleiki liðanna tveggja þegar kom að leik tvö í Njarðvík sem Njarðvíkingar unnu örugglega 105-90.Fyrir leik: Njarðvíkingar hafa unnið alla fimm oddaleiki sína um sæti í undanúrslitum úrslitakeppninni þann síðasta 2010 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Það er jafnframt eini af þessum fimm leikjum sem fór ekki fram í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Snæfellingar hafa aldrei tapað oddaleik í átta liða úrslitum á heimavelli. Þeir unnu Hauka 87-73 árið 2011, Stjörnuna 73-71 árið 2009 og loks KR 116-105 árið 2005.Fyrir leik: Nigel Moore skoraði 30 stig í síðasta leik þar af 14 þeirra í fyrsta leikhlutanum sem Njarðvíkurliðið vann 30-19. Framlag hans var upp á 40 í Ljónagryfjunni en -1 í fyrsta leiknum í Hólminum.Fyrir leik: Snæfelllingar hittu illa fyrir utan þriggja stiga línuna í síðasta leik (7 af 33, 21 prósent) en það má búast við betri hittni Hólmara í kvöld en ekkert lið hitti betur úr þriggja stiga skotum í deildinni í vetur (38,2 prósent)
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira