Tíska og hönnun

Ný skartgripalína frá Kríu

Hin íslenska Jóhanna Methúsalemsdóttir, hönnuður og eignandi Kría Jewlery skartgripafyrirtækisins, sendi frá sér nýja línu á dögunum. Línan ber nafnið The Gilded Pagan og er innblásin af ströndum Íslands. Meðal hráefna sem Jóhanna notar í gripina eru dýrabein, gull og silfur.

Myndirnar eru einstaklega fallegar eins og sjá má.
Kynningarmyndirnar fyrir línuna eru einstaklega íslenskar, það var Elísabet Davíðsdóttir sem tók þær og Tinna Empera Arlexdóttir farðaði. India Salvör Menuez sat fyrir, en hún er dóttir Jóhönnu og starfar sem fyrirsæta.

Kria Jewlery hefur átt mikilli velgengni að fagna, en tímarit á borð við Elle, Visionaire, Purple og Another Magazine hafa fjallað um skartið. The Gilded Pagan er sjötta línan sem Jóhanna sendir frá sér.

Kría á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×