Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli.
Í tilkynningunni segir að Veðurstofa Íslands hafi upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu. Jafnframt hafi Veðurstofan hækkað eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferða, sem þýði að eldfjallið sýni óvenjulega virkni.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf. Óvissustigi er lýst yfir til þess að upplýsa viðeigandi viðbragðsaðila og er ákveðið ferli í skipulagi almannavarna og það lægsta af þrem.
Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli vara við ferðum fólks á Heklu á meðan óvissustig er í gildi.
Hægt er að sjá beina útsendingu frá Heklu úr vefmyndavél Mílu á livefromiceland.is.
Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

