Foreldrar rassskellta piltsins beðnir afsökunar 25. mars 2013 18:37 Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu. Rassskellingar hafa tíðkast sem vígsluathafnir í landslið og meistaraflokka karla í handbolta hér á landi og nýjasta dæmið, af kornungum leikmanni Fjölnis, hefur vakið athygli. Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, Kristján Gaukur Kristjánsson, kveðst ekki hafa vitað af þessum sið. „Ég hef rætt við stjórnina í dag og við erum öll sammála um að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það verður boðað til fundar með meistaraflokki þar sem þetta verður hreint út sagt bannað gegn því að flokkurinn verði lagður niður ef þetta stoppar ekki," segir Kristján Gaukur. Vísir ræddi í dag við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi handknattsleikskonu, og kveðst hún hafa séð mjög ljóta áverka eftir umræddar vígsluathafnir, jafnvel mun verri en þá sem ljósmyndin sýnir. Drengurinn sem um ræðir er undir lögaldri og segir Kristján að foreldrar hans hafi hlotið afsökunarbeiðni fyrir hönd félagsins. Hafið þið orðið vör við að þetta hafi átt sér stað meðal yngri iðkenda, í yngri flokkum? „Alls ekki. Sjálfur á ég tvo stráka í yngri flokkum sem ég vona að verði meistaraflokksleikmenn Fjölnis á þessum áratug og ég hef fylgst mjög vel með þeim, mæti mikið á æfingar og leiki og ég hef aldrei orðið var við þetta," segir Kristján Gaukur. Svipað mál kom upp hjá karlalandsliðinu í handbolta í haust og tekið var á því. „Það er einörð stefna HSÍ að þetta verði ekki liðið og þetta verður ekki liðið hjá okkur frekar en þar," segir Kristján Gaukur að lokum. Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu. Rassskellingar hafa tíðkast sem vígsluathafnir í landslið og meistaraflokka karla í handbolta hér á landi og nýjasta dæmið, af kornungum leikmanni Fjölnis, hefur vakið athygli. Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, Kristján Gaukur Kristjánsson, kveðst ekki hafa vitað af þessum sið. „Ég hef rætt við stjórnina í dag og við erum öll sammála um að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það verður boðað til fundar með meistaraflokki þar sem þetta verður hreint út sagt bannað gegn því að flokkurinn verði lagður niður ef þetta stoppar ekki," segir Kristján Gaukur. Vísir ræddi í dag við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi handknattsleikskonu, og kveðst hún hafa séð mjög ljóta áverka eftir umræddar vígsluathafnir, jafnvel mun verri en þá sem ljósmyndin sýnir. Drengurinn sem um ræðir er undir lögaldri og segir Kristján að foreldrar hans hafi hlotið afsökunarbeiðni fyrir hönd félagsins. Hafið þið orðið vör við að þetta hafi átt sér stað meðal yngri iðkenda, í yngri flokkum? „Alls ekki. Sjálfur á ég tvo stráka í yngri flokkum sem ég vona að verði meistaraflokksleikmenn Fjölnis á þessum áratug og ég hef fylgst mjög vel með þeim, mæti mikið á æfingar og leiki og ég hef aldrei orðið var við þetta," segir Kristján Gaukur. Svipað mál kom upp hjá karlalandsliðinu í handbolta í haust og tekið var á því. „Það er einörð stefna HSÍ að þetta verði ekki liðið og þetta verður ekki liðið hjá okkur frekar en þar," segir Kristján Gaukur að lokum.
Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02
"Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39