Magnús vildi taka sjálfur við ákærunni í Lúxemborg Karen Kjartansdóttir skrifar 22. mars 2013 18:30 Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira