Räikkönen fljótastur á æfingum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 22. mars 2013 10:18 Raikkönen var fljótastur áður en rigningin kom. nordicphotos/afp Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni. Það byrjaði að hellirigna þegar klukkutími var liðinn af æfingunni og eðlilega bætti enginn tíma sinn eftir að brautin blotnaði. Liðunum tókst hins vegar að safna nógu mikið af gögnum til þess að átta sig á að dekkjaslitið í Malasíu er mun meira en í Ástralíu. „Ég er bara ekki viss hvort við séum með nógu mörg dekk til að klára kappaksturinn," sagði Vettel. Hverjum ökumanni er útvegað ákveðið mörg dekk fyrir hverja helgi. Liðsfélagi Vettels, Mark Webber, segir Formúlu 1 nú eingöngu stjórnast af dekkjum. „Allt snýst um dekk. Dekk, dekk, dekk, dekk!" Lewis Hamilton er ánægður með sína stöðu eftir æfingarnar og segist vera í góðum málum fyrir kappaksturinn. Hraðinn virðist vera til staðar. „Við áttum góða æfingu þegar við ókum á keppnishraða, svo við erum ekki að éta upp dekkin of mikið," sagði Hamilton. Þrátt fyrir náði hann aðeins níunda besta tíma á seinni æfingunni. McLaren-liðið virðist enn vera í ruglinu því þeir Sergio Perez og Jenson Button áttu aðeins ellefta og tólfta besta tíma morgunsins. Button er þó ekki búinn að gefa titilvonirnar upp á bátinn og segir liðið vel geta snúið erfiðri stöðu sér í hag.Tæknimenn Pirelli og starfsmaður Ferrari-liðsins fara yfir dekkjaslitið sem virðist vera töluvert. Formúla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni. Það byrjaði að hellirigna þegar klukkutími var liðinn af æfingunni og eðlilega bætti enginn tíma sinn eftir að brautin blotnaði. Liðunum tókst hins vegar að safna nógu mikið af gögnum til þess að átta sig á að dekkjaslitið í Malasíu er mun meira en í Ástralíu. „Ég er bara ekki viss hvort við séum með nógu mörg dekk til að klára kappaksturinn," sagði Vettel. Hverjum ökumanni er útvegað ákveðið mörg dekk fyrir hverja helgi. Liðsfélagi Vettels, Mark Webber, segir Formúlu 1 nú eingöngu stjórnast af dekkjum. „Allt snýst um dekk. Dekk, dekk, dekk, dekk!" Lewis Hamilton er ánægður með sína stöðu eftir æfingarnar og segist vera í góðum málum fyrir kappaksturinn. Hraðinn virðist vera til staðar. „Við áttum góða æfingu þegar við ókum á keppnishraða, svo við erum ekki að éta upp dekkin of mikið," sagði Hamilton. Þrátt fyrir náði hann aðeins níunda besta tíma á seinni æfingunni. McLaren-liðið virðist enn vera í ruglinu því þeir Sergio Perez og Jenson Button áttu aðeins ellefta og tólfta besta tíma morgunsins. Button er þó ekki búinn að gefa titilvonirnar upp á bátinn og segir liðið vel geta snúið erfiðri stöðu sér í hag.Tæknimenn Pirelli og starfsmaður Ferrari-liðsins fara yfir dekkjaslitið sem virðist vera töluvert.
Formúla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira