Enski boltinn

Di Canio mættur í stjóra-viðtal hjá Sunderland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paolo Di Canio er litríkur stjóri.
Paolo Di Canio er litríkur stjóri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paolo Di Canio er mættur til Sunderland samkvæmt frétt Sky Sports til þess að ræða möguleikann á því að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Sunderland sem rak Martin O'Neill í gærkvöldi.

Di Canio hætti sem stjóri Swindon í síðasta mánuði og var strax orðaður við stöðuna þegar fréttist af því að O'Neill hefði þurft að taka pokann sinn.

Ellis Short, stjórnarformaður Sunderland, hefur talað um það opinberlega að drífa í því að ráða nýjan stjóra en tímasetningin á brottrekstri Martin O'Neill þykir furðuleg.

Það varð samt eitthvað að gerast enda Sunderland án sigurs í síðustu átta leikjum og á leiðinni niður með sama áframhaldi.

Di Canio er ekki sá eini sem er orðaður við starfið því menn eins og Roberto Di Matteo eða Steve McClaren þóttu einnig líklegur kostur í stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×