Cink og Haas efstir fyrir spennandi lokahring í Houston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2013 11:15 Stewart Cink og Bill Haas. Mynd/AP Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69 Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira