Innlent

Stendur ekki á bak við ungliðahreyfingu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sturla stendur að eigin sögn ekki á bak við síðuna.
Sturla stendur að eigin sögn ekki á bak við síðuna. Mynd/Facebook
Framboði Sturlu Jónssonar vörubílstjóra til Alþingis hefur borist óvæntur stuðningur í formi Facebook-síðu ungra stuðningsmanna hans. Ber síðan yfirskriftina Sturl Ung - Ungliðahreyfing Sturlu Jónssonar.

Sturla kannaðist ekki við hreyfinguna þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld og segir hana ekki vera á sínum vegum. Hvort um raunverulega stuðningssíðu eða glens er að ræða verður hver að dæma fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×