„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ 8. apríl 2013 19:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira