Innlent

Árni Páll skorar á Sigmund Davíð að mæta sér

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega fyrir Samfylkingunni í skoðannakönnunum síðustu vikna. Það var hinsvegar hugur í þeim sem mættu á baráttugleði flokksins í Gamla Bíói í dag.

Samfylkingarfólk fyllti Gamla Bíó í dag þar sem helstu mál flokksins fyrir komandi kosningar voru reifuð.

Ýmsir stigu á stokk, frambjóðendur og skemmtikraftar. Það var létt yfir fólki þrátt fyrir að flokkurinn hafi hrunið í fylgi ef marka má skoðanakannanir síðustu mánaða.

Fundinum lauk svo á ræðu formannsins Árna Páls Árnasonar sem vék strax að fylgi flokksins.

„Það er gaman að sjá ykkur svona mörg hér í dag. Óhað öllu öðru þá er þetta örugglega stærsti 9,5 prósenta flokkur í heimi," sagði Árni Páll.

Evrópusambandsaðild og upptaka nýs gjaldmiðils fékk sitt pláss í ræðu formannsins sem og hræðsla annarra flokka við að ræða þau mál.

„Ef framsóknarmenn og sjálfstæðismenn komast til valda tökum við hana ekki upp næstu 40 árin, það er það sem við stöndum fyrir."

Árni Páll skoraði einnig á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.

„Ég skora þess vegna á hann að koma, og mæta mér. Hann má velja stað og stund í næstu viku. Komdu bara," sagði Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×