Yfir 80% vilja taka málið upp aftur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. apríl 2013 18:30 Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira
Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira