Innlent

Bjarni segir stefnu flokks síns vera í þágu heimilanna

Karen Kjartansdóttir skrifar
Fylgishrun, neikvæð umfjöllun og þrýstingur um formannsskipti. Þetta eru verkefni Sjálfstæðismanna þessa dagana. Bjarni Benediktsson fomaður flokksins segir tölurnar ekki snúast um sig og hann langi ekki að hætta í stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis þrettán þingmenn kjörna í komandi kosningum ef niðurstaðan yrði eins og könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 bendir til. Það er þremur þingmönnum minna en flokkurinn er með í dag.

Fréttamaður: Nú eru daglega haldnir krísufundir hér í Valhöll

„Það eru ekki krísufundir. Við erum hér í miðri kosningabaráttu. Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún birtist okkur í dag en við erum að vinna hörðum höndum að þvi að koma okkar skilaboðum betur á framfæri

En flokkurinn er í mikilli krísu?

„Já, miðað við kannanir eins og þær birtast okkur núna en þá er bara um að gera að nýta tímann vel til að koma okkar skilaboðum betur á framfæri. Það er greinielga ekki að takast nógu vel í augnablikinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið flokkur heimilanna í landinu, fjölskyldanna í landinu. Við erum með fjölskylduvæna stefnu og þau megináherslumál sem við erum með að þessu sinni snertir hag hverrar einustu fjölksyldu."

Er þrýstingur á að þú farir frá?

„Þessar kosningar snúast ekki um mig og staðan innan Sjálfstæðisflokksins snýst ekki um mig. Þetta snýst um fólkið úti í þessu samfélagi og það er það sem ég er að vinna að og mun vinna að fram á síðasta dag."

Og þig langar ekki að fara frá?

„Nei, mig langar ekki að fara frá. Ég er í stjórnmálum til að koma stefnu Sjálfstæðisflokksins á framfæri," segir Bjarni að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×