Jákvæðar fréttir af Framsókn en neikvæðar af Sjálfstæðisflokki Karen Kjartansdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:36 Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús. Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús.
Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira