Körfubolti

Svona á að vinna troðslukeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doug Anderson tryggði sér í fyrrinótt titilinn troðslukóngur bandaríska háskólaboltans en þetta er árleg keppni í tengslum við lokaúrslit háskólaboltans sem fara að þessu sinni fram í Atlanta. Sigurvegarinn í troðslukeppninni fær að bera stórt og mikið belti eins og venja er hjá boxurum.

Doug Anderson spilar með University of Detroit og fékk fullt hús fyrir allar troðslur sínar í keppninni. Allt voru þetta frumlegar og kraftmiklar troðslur sem var vel fagnað í höllinni.

Sú sem vakti hvað mesta athygli var lokatroðslan þar sem hann blandaði saman hlutum sem duga vanalega einir og sér til að tryggja góða einkunn. Það er hægt að sjá troðslur Anderson hér fyrir neðan.

Anderson er ekki þekktasta nafnið í boltanum en troðslur hans hafa þó sett mikinn svip á Horizon-deildina undanfarin ár.

Það er ekki líklegt að Doug Anderson komist að í NBA-deildinni en einhver körfuboltaspekingurinn lagði þó til að eitt af félögunum gæfi honum tíu daga samning í kringum næsta Stjörnuleik svo að hann gæti tekið þátt í troðslukeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×