Innlent

Sigmundur Davíð gerir ísbíltúrinn upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð gerir á vefsíðu sinni upp mjög svo óhefðbundið viðtal sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, átti við hann og birtist í blaðinu í dag. Í uppgjörinu, sem birtist á vef Sigmundar, segist Sigmundur áður hafa farið í viðtöl hjá blaðamönnum sem voru á öndverðri skoðun í pólitík en þá hafi ekki komið upp vandamál. Viðtalið var tekið á meðan Sigríður Dögg, Sigmundur Davíð og Haraldur Jónasson ljósmyndari skruppu í ísbíltúr á Þingvelli.

Hann segir að viðtalið sé með alls konar rangfærslum um sig og annað fólk. „Á óskiljanlegan hátt tókst svo blaðamanninum að draga þá ályktun að það sem stæði upp úr eftir ísbíltúrinn,þar sem spjallið snerist nánast alfarið um málefni heimilanna og atvinnumál, væri að ég vildi ráðast í niðurskurð og að ekki yrði kosið um ESB aðild næstu árin. Að vísu nefndi ég að það væri mikilvægt að forgangsraða og það gæti kallað á niðurskurð á ákveðnum sviðum samhliða auknum útgjöldum annars staðar. Um ESB talaði ég sáralítið og var alls ekki afdráttarlaus um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu til eða frá," segir Sigmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×