Langar til Norður-Kóreu 4. apríl 2013 21:25 Kínverskir ferðamenn á fæðingarstað Kim Il-sung Nordicphotos/Getty Stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu gætu skapað þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Þannig segir ensk ferðaskrifstofa að áhugi á kommúnistaríkinu hafi margfaldast undanfarið. Aukning í fyrirspurnum sé um 400 prósent.Telegraph greinir frá þessu og vitnar í orð Gillian Leaning hjá Regent Holidays ferðaskrifstofunni í Bristol. Ferðaskrifstofan hefur verið í fararbroddi hvað varðar ferðir breskra ferðamanna til Norður-Kóreu. „Flest þeirra sem hafa samband við okkur þekkja lítið til Norður-Kóreu," segir Leaning. „Þau hafa heyrt á landið minnst í fréttum og líklega slegið því upp í leitarvél. Þannig hafa þau áttað sig á því að landið er hægt að sækja heim." Leaning segir landið ekki venjulega á lista yfir vinsælustu áfangastaðina en nú sé tíðin önnur. „Fólk er forvitið og vill sjá hvernig fréttir eru fluttar þar í landi." Að sögn Leaning hefur töluvert borið á símtölum undanfarið þar sem ferðamenn hafi spurst fyrir hvort fyrirhugaðar ferðir myndu falla niður í ljósi tíðinda undanfarinna daga. Svo er ekki og enginn hefur afbókað sig í ferð á vegum fyrirtækisins. Regent Holidays hefur staðið fyrir ferðum til Norður-Kóreu frá árinu 1985. Um 200 manns sækja landið heim árlega. Öryggisgæsla er gríðarlega ströng og ferðamenn hafa lítið frelsi í ferðunum. Leaning segir að starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafi rætt það í dag hvort óhætt sé að ferðast til Norður-Kóreu. Niðurstaðan hafi verið sú að snúa spurningunni við, eða þannig. „Spyr einhver að því hvort það sé óhætt að ferðast til Norður-Ameríku?" Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn vígbúast Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. 4. apríl 2013 18:20 Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu gætu skapað þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Þannig segir ensk ferðaskrifstofa að áhugi á kommúnistaríkinu hafi margfaldast undanfarið. Aukning í fyrirspurnum sé um 400 prósent.Telegraph greinir frá þessu og vitnar í orð Gillian Leaning hjá Regent Holidays ferðaskrifstofunni í Bristol. Ferðaskrifstofan hefur verið í fararbroddi hvað varðar ferðir breskra ferðamanna til Norður-Kóreu. „Flest þeirra sem hafa samband við okkur þekkja lítið til Norður-Kóreu," segir Leaning. „Þau hafa heyrt á landið minnst í fréttum og líklega slegið því upp í leitarvél. Þannig hafa þau áttað sig á því að landið er hægt að sækja heim." Leaning segir landið ekki venjulega á lista yfir vinsælustu áfangastaðina en nú sé tíðin önnur. „Fólk er forvitið og vill sjá hvernig fréttir eru fluttar þar í landi." Að sögn Leaning hefur töluvert borið á símtölum undanfarið þar sem ferðamenn hafi spurst fyrir hvort fyrirhugaðar ferðir myndu falla niður í ljósi tíðinda undanfarinna daga. Svo er ekki og enginn hefur afbókað sig í ferð á vegum fyrirtækisins. Regent Holidays hefur staðið fyrir ferðum til Norður-Kóreu frá árinu 1985. Um 200 manns sækja landið heim árlega. Öryggisgæsla er gríðarlega ströng og ferðamenn hafa lítið frelsi í ferðunum. Leaning segir að starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafi rætt það í dag hvort óhætt sé að ferðast til Norður-Kóreu. Niðurstaðan hafi verið sú að snúa spurningunni við, eða þannig. „Spyr einhver að því hvort það sé óhætt að ferðast til Norður-Ameríku?"
Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn vígbúast Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. 4. apríl 2013 18:20 Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Norður-Kóreumenn vígbúast Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. 4. apríl 2013 18:20
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54