Sport

Lance Armstrong farinn að keppa í sundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lance Armstrong.
Lance Armstrong. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lance Armstrong, fyrrum hjóleiðakappi og nú svarti sauðurinn í heimi íþróttanna eftir lyfjahneykslismálið margfræga, er ekki hættur að keppa. Nú ætlar hann að reyna fyrir sér í sundinu.

Lance Armstrong mun taka þátt í Masters South Central Zone sundmótinu sem fer fram í Texas um næstu helgi. Hann má keppa því mótið fellur ekki undir umráðasvæði Alþjóðlegu Lyfjanefndarinnar. Armstrong var dæmdur í lífstíðarbann af Usada (US Anti-Doping Agency) eða Lyfjafnefndar Bandaríkjanna.

Mótið fer fram í heimabæ Armstrong, Austin en Lance Armstrong er orðinn 41 árs gamall. Markmið mótsins er að fá fólk á svæðinu til að synda meira.

Armstrong missti alla sjö Tour de France titla sína þegar hann ákvað að berjast ekki á móti ákærum fyrir ólöglega lyfjanotkun sína á árunum 1999 til 2005 og hefur einnig misst Ólympíuverðlaun sín frá sama tímabili.

Armstrong er skráður til leiks í þremur greinum á þessu móti; 500 jarda, 1000 jarda og 1650 jarda skriðsundi. Forráðamenn mótsins hafa ekki fengið neinar kvartanir vegna þátttöku Lance Armstrong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×