"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" 3. apríl 2013 22:04 Kjarnorkuþróunarsvæði í Norður-Kóreu. Nordicphotos/Getty „Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
„Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54