OZ fékk 300 milljónir til vöruþróunar 17. apríl 2013 12:54 Hópur fjárfesta hefur lagt 300 milljónir í vöruþróun hjá OZ ehf. hér á landi. OZ ehf. er nýtt sprota- og hugbúnaðarfyrirtæki sem mun brátt bjóða Íslendingum að upplifa sjónvarp á nýjan máta á öflugu dreifikerfi fyrirtækisins. Í tilkynningu segir að teymi hafi undanfarið unnið að þessari vöruþróun, undir stjórn Guðjóns Má Guðjónssonar og nálgast nú sá tímapunktur að afurðin komist í hendur almennings. Með OZ lausninni er hægt að upplifa háskerpu sjónvarp með iPad, iPod,iPhone og í gengum Apple TV. Fólk stýrir sinni dagskrá sjálft, getur tekið upp sitt uppáhaldsefni til einkanota sem geymt er á tölvuskýi, horft á beina útsendingu, þar sem möguleiki er á að gera hlé og spóla til baka og það allt óháð staðsetningu. „OZ er ný nálgun á sjónvarpi og eitthvað sem markaðurinn kallar eftir. Með tækni OZ breytist sjónvarpáhorf yfir í nýja tegund upplifunar til að mæta þörfum áhorfenda um aukið frelsi og meiri sveigjanleika. Auk þess er allt á einum stað til að njóta upplifunar á sjónvarpi.“ – segir Guðjón Már Guðjónsson í tilkynningunni. Fyrst verður horft til íslenska markaðarins en næstu skref félagsins verða á alþjóðamarkaði. Nú þegar eru samningaviðræður hafnar við erlendar efnisveitur og framleiðendur tölvu- og raftækja til að tryggja útbreiðslu. Prófanir á kerfinu hafa staðið yfir síðustu mánuði og hefur árangurinn verið framar væntingum. Áhugi Íslendinga hefur ekki látið á sér standa og nú þegar hafa þúsundir skráð sig til leiks og biðlistinn stækkar hratt. Opnað verður fyrir nokkur hundruð notendur til viðbótar innan skamms og geta áhugasamir skráð sig á heimasíðu OZ á www.oz.com. Allir sem eru skráðir á póstlistann munu fá frían prufuaðgang að OZ við útgáfu. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Hópur fjárfesta hefur lagt 300 milljónir í vöruþróun hjá OZ ehf. hér á landi. OZ ehf. er nýtt sprota- og hugbúnaðarfyrirtæki sem mun brátt bjóða Íslendingum að upplifa sjónvarp á nýjan máta á öflugu dreifikerfi fyrirtækisins. Í tilkynningu segir að teymi hafi undanfarið unnið að þessari vöruþróun, undir stjórn Guðjóns Má Guðjónssonar og nálgast nú sá tímapunktur að afurðin komist í hendur almennings. Með OZ lausninni er hægt að upplifa háskerpu sjónvarp með iPad, iPod,iPhone og í gengum Apple TV. Fólk stýrir sinni dagskrá sjálft, getur tekið upp sitt uppáhaldsefni til einkanota sem geymt er á tölvuskýi, horft á beina útsendingu, þar sem möguleiki er á að gera hlé og spóla til baka og það allt óháð staðsetningu. „OZ er ný nálgun á sjónvarpi og eitthvað sem markaðurinn kallar eftir. Með tækni OZ breytist sjónvarpáhorf yfir í nýja tegund upplifunar til að mæta þörfum áhorfenda um aukið frelsi og meiri sveigjanleika. Auk þess er allt á einum stað til að njóta upplifunar á sjónvarpi.“ – segir Guðjón Már Guðjónsson í tilkynningunni. Fyrst verður horft til íslenska markaðarins en næstu skref félagsins verða á alþjóðamarkaði. Nú þegar eru samningaviðræður hafnar við erlendar efnisveitur og framleiðendur tölvu- og raftækja til að tryggja útbreiðslu. Prófanir á kerfinu hafa staðið yfir síðustu mánuði og hefur árangurinn verið framar væntingum. Áhugi Íslendinga hefur ekki látið á sér standa og nú þegar hafa þúsundir skráð sig til leiks og biðlistinn stækkar hratt. Opnað verður fyrir nokkur hundruð notendur til viðbótar innan skamms og geta áhugasamir skráð sig á heimasíðu OZ á www.oz.com. Allir sem eru skráðir á póstlistann munu fá frían prufuaðgang að OZ við útgáfu.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira