Heitustu miðarnir í Þýskalandi þessa dagana eru miðar á leik Borussia Dortmund og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Dortmund bókstaflega slógust um síðustu miðana á leikinn.
Borussia Dortmund setti síðustu miðana á leikinn í sölu í gær og óþolinmæði og ósætti í röðinni fyrir framan miðasöluna leiddi til þess að kalla þurfti lögregluna á staðinn.
Sumir kaupendanna voru búnir að bíða fyrir framan miðasöluna í meira en sólarhring og endanum brutust út rifildi og handalögmál meðal manna í röðinni.
Borussia Dortmund ætlar í framhaldinu að endurskoða hvernig best sé að haga miðasölu á leiki þar sem eftirspurnin er svona mikil en Dortmund-liðið á vanalega ekki í miklum með að fylla Westfalenstadion á heimaleikjum sínum.
Það er annars uppselt á leikinn sem fer fram 24. apríl næstkomandi en allir miðarnir 66 829 seldust upp á augabragði. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Madrid sex dögum síðar.
Stjarnan
KR