„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 16:10 Mynd úr safni. „Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“ Tónlist Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“
Tónlist Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira