Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Hjörtur Hjartarson skrifar 15. apríl 2013 22:01 Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. Á meðal þeirra sem hafa fallið á árinu eru íþróttamenn í dansi og keilu. Alls hafa 23 íþróttamenn verið dæmdir fyrir lyfjamisnotkun undanfarin 12 ár. Í flestum tilfellum tóku íþróttamennirnir inn efedrín eða stera. Í fimm tilfellum greindust kannabisefni í líkama íþróttamanna en þrátt fyrir að flokkast ekki sem frammistöðu aukandi lyf eru þau ólögleg. Einungis fjórir einstaklingar hafa hlotið keppnisbönn fyrir lyfjamisnotkun frá 2007 og því óvenju mörg mál á borði lyfjanefndar nú. Það hefur þó þrisvar sinnum gerst að fjórir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi á sama árinu. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að um 50 lyfjapróf hafi verið tekin það sem af er ári sem er svipað og undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu koma íþróttamennirnir sem um ræðir úr ólíkum áttum. Þeir keppa undir merkjum fimm mismundandi sérsambanda, þar á meðal Körfuknattleikssambandi Íslands, Danssambandi Íslands og Keilusambandi Íslands. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða ólöglegu efni hefðu greinst hjá íþróttamönnunum sem um ræðir nema að þau væru öll á bannlista. Málin fimm eru mislangt komin í kerfinu, fjögur hafa þegar verið send til dómstóls ÍSÍ og má reikna má með að dómur falli í tveimur þeirra í næstu viku. Íþróttir Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. Á meðal þeirra sem hafa fallið á árinu eru íþróttamenn í dansi og keilu. Alls hafa 23 íþróttamenn verið dæmdir fyrir lyfjamisnotkun undanfarin 12 ár. Í flestum tilfellum tóku íþróttamennirnir inn efedrín eða stera. Í fimm tilfellum greindust kannabisefni í líkama íþróttamanna en þrátt fyrir að flokkast ekki sem frammistöðu aukandi lyf eru þau ólögleg. Einungis fjórir einstaklingar hafa hlotið keppnisbönn fyrir lyfjamisnotkun frá 2007 og því óvenju mörg mál á borði lyfjanefndar nú. Það hefur þó þrisvar sinnum gerst að fjórir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi á sama árinu. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að um 50 lyfjapróf hafi verið tekin það sem af er ári sem er svipað og undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu koma íþróttamennirnir sem um ræðir úr ólíkum áttum. Þeir keppa undir merkjum fimm mismundandi sérsambanda, þar á meðal Körfuknattleikssambandi Íslands, Danssambandi Íslands og Keilusambandi Íslands. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða ólöglegu efni hefðu greinst hjá íþróttamönnunum sem um ræðir nema að þau væru öll á bannlista. Málin fimm eru mislangt komin í kerfinu, fjögur hafa þegar verið send til dómstóls ÍSÍ og má reikna má með að dómur falli í tveimur þeirra í næstu viku.
Íþróttir Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Sjá meira