Fótbolti

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði þrennu í 3-3 jafntefli Íslands gegn Sviss. 
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði þrennu í 3-3 jafntefli Íslands gegn Sviss.  vísir / anton brink

„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss.

„Ekki góð frammistaða í fyrri hálfleik en svona heilt yfir, ef við tökum hann út, þá var þetta frekar gott og það er frekar svekkjandi að hafa ekki fengið meira en tvö stig“ hélt hún áfram.

Karólína minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik eftir að Ísland lenti snemma tveimur mörkum undir, en aðeins tuttugu sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik þegar Áslaug Munda skoraði sjálfsmark og Ísland var aftur lent tveimur mörkum undir.

„Þetta var mögulega skrítnasta mark sem ég hef séð, þriðja markið hjá þeim, en svona gerist. Svona er fótboltinn og spurningin var bara hvenær við myndum jafna leikinn. Mér fannst mómentið síðan með okkur í lokin, en þetta tókst ekki.“

Þetta var í fyrsta sinn sem Karólína skorar þrennu í landsleik. Fyrsta markið var beint úr aukaspyrnu, annað mark föst afgreiðsla meðfram jörðinni og þriðja markið kom eftir kollspyrnu.

„Ég ætlaði að setja hann í þetta horn [úr aukaspyrnunni]. Þetta var ansi laust en ég þakka markmanninum fyrir að gefa mér þetta mark, svo voru hin mörkin bara mjög góð. Góð sending frá Sveindísi í marki tvö og mjög gott innkast í þriðja markinu og gott flikk frá Ingibjörgu, hrikalega sætt“ sagði Karólína, samt súr með niðurstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×