Enski boltinn

Ís­lendingalið Birming­ham upp í B-deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons og félagar eru komnir upp í ensku B-deildina.
Alfons og félagar eru komnir upp í ensku B-deildina. Birmingham City

Íslendingalið Birmingham City er komið upp í ensku B-deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Peterborough United í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson var svo á skotskónum þegar Preston North End gerði 2-2 jafntefli við Cardiff City í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn og Alfons Sampsted lék rúma klukkustund þegar Birmingham vann 2-1 útisigur á Peterborough United í ensku C-deildinni.

Sigurinn tryggir liðinu sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð en liðið er komið með 95 stig þegar enn eru sex umferðir eftir. Jafnframt er liðið aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sigur í deildinni en Wrexham er í 2. sæti með 81 stig.

Stefán Teitur var á sínum stað á miðjunni hjá Preston í kvöld og lék allan leikinn. Skagamaðurinn kom sínum mönnum í 2-1 eftir undirbúning Mads Frøkjær-Jensen þegar aðeins átján mínútur lifðu leiks. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda út og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Preston er sem stendur með 49 stig í 14. sæti að loknum 41 leik. Liðið er 11 stigum frá sæti í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni og sjö stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×