Kjósendur refsa flokkunum fyrir óvinsæla ríkisstjórn Höskuldur Kári Schram skrifar 15. apríl 2013 18:48 Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín. Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín.
Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira