Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2013 07:37 Adam Scott. Mynd/AP Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996). Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996).
Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira