Greg Norman á stóran þátt í titlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2013 23:59 „Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli. Scott hefur aldrei áður sigrað á risamóti í golfi en komst skuggalega nálægt því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. Hann átti frábæran endasprett í kvöld og tryggði sér sigurinn á tíundu holu, þeirri annarri í umspili við Angel Cabrera, með frábæru pútti. „Það er ótrúlegt að vera í þessari stöðu,“ sagði Scott sem viðurkenndi að vera vel meðvitaður um hungur Ástrala eftir sigur á Masters. „Algjörlega. Ég reyni að hugsa ekki um svoleiðis hluti. Ég reyndi bara að spila eitt högg í einu í dag. Ástralar eru stoltir þegar kemur að golfinu. Þetta var eini titillinn sem okkur vantaði. Það er stórkostlegt að það hafi komið í minn hlut að landa titlinum,“ sagði Scott.Bubba Watson klæðir Adam Scott í græna jakkann eftirsótta.Þrátt fyrir að Ástralir hafi átt fjölmarga frábæra kylfinga í gegnum tíðina þá hefur einn haft meiri áhrif en aðrir. „Greg Norman er sá sem við lítum allir upp til. Hann á stóran hluta í þessum titli,“ sagði Scott sem virkaði með stáltaugar á lokaholum hringsins sem og í bráðabananum. „Að setja þessi pútt til að tryggja sér sigur er stórkostleg tilfinning.“ Golf Tengdar fréttir Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli. Scott hefur aldrei áður sigrað á risamóti í golfi en komst skuggalega nálægt því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. Hann átti frábæran endasprett í kvöld og tryggði sér sigurinn á tíundu holu, þeirri annarri í umspili við Angel Cabrera, með frábæru pútti. „Það er ótrúlegt að vera í þessari stöðu,“ sagði Scott sem viðurkenndi að vera vel meðvitaður um hungur Ástrala eftir sigur á Masters. „Algjörlega. Ég reyni að hugsa ekki um svoleiðis hluti. Ég reyndi bara að spila eitt högg í einu í dag. Ástralar eru stoltir þegar kemur að golfinu. Þetta var eini titillinn sem okkur vantaði. Það er stórkostlegt að það hafi komið í minn hlut að landa titlinum,“ sagði Scott.Bubba Watson klæðir Adam Scott í græna jakkann eftirsótta.Þrátt fyrir að Ástralir hafi átt fjölmarga frábæra kylfinga í gegnum tíðina þá hefur einn haft meiri áhrif en aðrir. „Greg Norman er sá sem við lítum allir upp til. Hann á stóran hluta í þessum titli,“ sagði Scott sem virkaði með stáltaugar á lokaholum hringsins sem og í bráðabananum. „Að setja þessi pútt til að tryggja sér sigur er stórkostleg tilfinning.“
Golf Tengdar fréttir Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04