Sport

Landslið Íslands í sundi tilkynnt fyrir Smáþjóðaleikana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir Mynd. / Anton
Þar sem Smáþjóðarleikarnir eru á næsta leyti hefur landslið Íslands í sundi verið tilkynnt en mótið fer fram í Lúxemborg í lok maí og byrjun júní.

Alls taka 16 sundmenn þátt á mótinu og hefur okkar fólk hefur iðulega staðið sig vel á Smáþjóðaleikunum en ásamt Íslandi tekur Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland þátt á leikunum.

Hér að neðan má sjá lista af því sundfólki sem tekur þátt á leikunum:

Karlar

Alexander Jóhannsson, KR

Anton Sveinn McKee, Ægir

Aron Örn Stefánsson, SH

Arnór Stefánsson, SH

Daniel Hannes Pálsson, Fjölnir

Davið Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB

Hrafn Traustason, SH

Kolbeinn Hrafnkelsson, SH

Kristinn Þórarinsson, Fjölnir

Konur

Bryndís Rún Hanssen, Bergen Svömmerne

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir

Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH

Inga Elín Cryer, Ægir

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægir

Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×